fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Tveir Parísarbúar smitast af kórónuveirunni á hverri mínútu – Fjórir lagðir inn á sjúkrahús á hverjum klukkutíma

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 4. nóvember 2020 05:13

COVID-19 sýni. Mynd: EPA-EFE/STEPHANIE LECOCQ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á hálfrar mínútu fresti smitast einn Parísarbúi af kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, og einn er lagður inn á sjúkrahús á fimmtán mínútna fresti vegna COVID-19 veikinda. Þetta segir Olivier Véran, heilbrigðisráðherra.

Hann lét þessi ummæli falla eftir að borgarstjórinn í París, Anne Hidalgo, hafði hvatt til þess að litlar bókaverslanir og aðrar minni verslanir verði opnaðar á nýjan leik til að hægt sé að halda efnahagslífinu gangandi og sjá til þess að eitthvað gerist félagslega.

Véran telur hins vegar allt of mikla áhættu felast í að opna þessar verslanir en umfangsmiklar lokanir eru nú í gildi í Frakklandi vegna heimsfaraldursins. Smithlutfallið í París er mjög hátt og vill ríkisstjórnin gera allt sem í hennar valdi stendur til að bæta ástandið.

Alls hafa rúmlega 37.000 látist af völdum veirunnar í Frakklandi. Á mánudaginn greindust 52.518 smit sem er metfjöldi á einum degi fram að þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?