fbpx
Laugardagur 27.september 2025
Pressan

Hrekkjavökugrínið endaði með heimsókn frá lögreglunni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 2. nóvember 2020 05:23

Það er kannski ekki furða að fólk hringi í lögregluna. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt hófst þetta fyrir sex árum. Þá byrjaði Steven Novak, sem býr í Dallas í Bandaríkjunum, að skreyta húsið sitt sérstaklega mikið í tilefni af hrekkjavökunni sem er stór hátíð þar í landi.

Flestir láta sér eflaust nægja að skreyta með köngulóarvefjum og útskornum graskerum en Steven gerir gott betur en það. Mirror skýrir frá þessu. Hann er svo hugmyndaríkur við skreytingar sínar að lögreglan hefur margoft verið send heim til hans eftir tilkynningar frá áhyggjufullum borgurum.

Þetta er ansi vel gert hjá honum. Mynd:Facebook

Hjá honum byrjaði þetta með draugum og reykvélum en í dag hafa óhugnanlega raunverulegar dúkkur, blóði þaktar, tekið við í garðinum hans.

Lögreglan í einni af heimsóknum sínum til Steven. Mynd:Facebook

Steven býr þetta allt til sjálfur og þetta kostar auðvitað sitt, sérstaklega þegar það rignir því þá skolast allt „blóðið“ í burtu.

Mörgum finnst þetta gott framtak og en sumum finnst hann fara yfir strikið. Lögreglan hefur margoft verið kölluð að heimili hans en eftir því sem hann segir sjálfur þá hefur lögreglumönnunum fundist þetta „kúl“ hjá honum.

Óhugnaður í garðinum. Mynd:Facebook

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ofsahræðsla greip um sig eftir stórfurðulega hegðun flugfarþega

Ofsahræðsla greip um sig eftir stórfurðulega hegðun flugfarþega
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók hann þrjá mánuði að deyja eftir hryllilega árás um hábjartan dag

Tók hann þrjá mánuði að deyja eftir hryllilega árás um hábjartan dag
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvíta húsið telur að slökkt hafi verið á rúllustiganum viljandi – Sjáðu myndbandið

Hvíta húsið telur að slökkt hafi verið á rúllustiganum viljandi – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morðmálið sem heltók Robert Redford og fjölskyldu hans er enn óleyst

Morðmálið sem heltók Robert Redford og fjölskyldu hans er enn óleyst
Pressan
Fyrir 3 dögum

Evrópureisa elgsins Emils á enda – vonir standa til að samfélagsmiðlastjarnan setjist nú í helgan stein

Evrópureisa elgsins Emils á enda – vonir standa til að samfélagsmiðlastjarnan setjist nú í helgan stein
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ferðalag til Ítalíu breyttist í martröð fyrir grunlausan ferðamann

Ferðalag til Ítalíu breyttist í martröð fyrir grunlausan ferðamann