fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Ævintýrið er á enda eftir aðeins sex mánuði – Efnisveitan gafst upp

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 26. október 2020 21:05

Ævintýrið var stutt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forráðamenn efnisveitunnar Quibi hafa lýst sig sigraða og tilkynnt að veitunni verði lokað og að fyrirtækið hætti rekstri. Quibi var aðeins sex mánuði í loftinu en efnisveitan gerði út á farsímanotendur. Á bak við hana stóðu fjársterkir aðilar á borð við Disney, NBCUniversal, WarnerMedia, Lionsgate og Viacom.

Jeffrey Katzenberg, sem var einn stofnanda Dreamwork Pictures, náði ásamt Meg Whitman að afla tveggja milljarða dollara frá fjárfestum fyrir tveimur árum þegar verkefnið fór af stað. Markmiðið var að búa til efnisveitu sem höfðaði til farsímanotenda. Hugsunin var að bjóða upp á stuttmyndir, 10 mínútur að hámarki, sem væru sérframleiddar fyrir farsíma.

Á fyrstu 90 dögunum var boðið upp á þessa þjónustu án endurgjalds og skráðu um tvær milljónir notenda sig en það voru miklu færri en reiknað hafði verið með. Þegar 90 daga tímabilinu lauk hættu um 90% áskrifendanna.

Variety segir að eftir aðeins sex mánuði í loftinu sé starfseminni lokið sem segir að samkvæmt tilkynningu frá Whitman hafi verið ákveðið að hætta starfseminni núna þrátt fyrir að nægt fé væri til til að halda rekstrinum áfram um langa hríð. Nú fái fjárfestar endurgreitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 5 dögum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 5 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta