fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Matur

Klassískt lasagna sem svíkur engan

DV Matur
Laugardaginn 24. október 2020 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Una Guðmundsdóttir elskar allt með bræddum osti. Hver gerir það ekki? Hér fær ostur að njóta sín á klassísku lasagne sem flest öll heimili elska.

Lasagne er alltaf góð máltíð sem allir verða saddir og sælir af, ekki skemmir svo fyrir að gera góðan skammt fyrir fjóra hér á heimilinu og eiga í afganga næsta dag.

Uppskrift: 

500 g nautahakk

680 g Cirio-pastasósa (eða ykkar uppáhalds pastasósa)

170 g tómat-paste

4-5 stk. gulrætur

½ gul paprika

½ rauð paprika

½ búnt fersk basilíka

4 msk. ólífuolía

1 stk. laukur

2 stk. hvítlauksgeirar

100 g lasagne-pastaplötur

250 g kotasæla

Rifinn ostur

Salt og pipar

Aðferð:

Byrjið á því að skera niður grænmetið, setjið hvítlaukinn í pressu og steikið það allt saman upp úr ólífuolíu á pönnu.

Steikið hakkið á pönnu, kryddið vel og blandið saman við grænmetið.

Blandið pasasósunni saman við ásamt tómat-paste-inu, leyfið að malla á pönnunni í um 20 mínútur.

Leggið 1/3 af blöndunni í botninn á eldföstu móti, 1/3 af pastaplötunum yfir og dreifið kotasælu yfir. Endurtakið þetta 2-3 sinnum.

Stráið svo rifnum osti yfir í lokin og setjið í ofn í 25-30 mínútur á um 200 gráðu hita.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum