fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Minnast Karls Óskars sem féll frá í vikunni – „Við KR-ingar minnumst Kalla með miklu þakklæti fyrir allt sem hann gerði“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 23. október 2020 11:58

Mynd/KR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl Óskar Agnarsson einn dyggasti stuðningsmaður KR og sjálfboðaliði fyrir félagið í mörg ár féll frá í vikunni. Þetta kemur fram á heimasíðu féalgsins.

Karl Óskar lést 68 ára að aldri en hann hafði verið heiðraður fyrir störf sín fyrir KR, hann var alltaf tilbúinn að hjálpa félaginu sínu.

„Kalli vinur okkar og félagi lést sl. miðvikudagskvöld á Landspítalanum. Kalli fæddist þann 19. júní 1952 og var því 68 ára gamall þegar hann lést. Kalli var einn af okkar dyggustu stuðningsmönnum og sjálfboðaliðum. Í mörg ár sá hann um vallarklukkuna þegar strákarnir og stelpurnar voru að spila;“ skrifar Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, formaður KR á heimasíðu félagsins í dag.

Karl var alltaf mættur á völlinn löngu áður en leikur hófst og ræddi við gesti og gangandi. „Alltaf mættur löngu fyrir leiki, tók á móti okkur fagnandi sem voru að mæta á leiki, gjarnan með liðsuppstillinguna tilbúna á blaði til að sýna manni. Kalli var var oftar en ekki mættur í dyragættina til að taka við miðum þegar Karfan var að spila. Einnig var hann dyggur stuðningsmaður Píluvina KR og lét sig ekki vanta á viðburði Pílunnar. Hann tók líka þátt í getraunastarfi KR í gegnum tíðina.“

Fyrir átta ár síðum var Karl heiðraður fyrir störf sín. „Árið 2012 þegar Kalli varð sextugur fékk hann sérstaka viðurkenningu fyrir sjálfboðaliðastarf sitt fyrir gamla góða KR. Við KR-ingar minnumst Kalla með miklu þakklæti fyrir allt sem hann gerði fyrir gamla góða KR og þökkum honum samfylgdina í gegnum tíðina. KR-ingar senda ættingjum Kalla innilegar samúðarkveðjur,“ skrifar Gylfi Dalman á vefsíðu félagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Jóhann Berg og fjölskylda spennt fyrir nýju lífi í Abu Dhabi – „Mér fannst ég þurfa að stökkva á þetta“

Jóhann Berg og fjölskylda spennt fyrir nýju lífi í Abu Dhabi – „Mér fannst ég þurfa að stökkva á þetta“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sindri spyr hvort íþróttafréttamenn taki með silkihönskum á kvennalandsliðinu

Sindri spyr hvort íþróttafréttamenn taki með silkihönskum á kvennalandsliðinu
433Sport
Í gær

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum
433Sport
Í gær

Dumfries fáanlegur fyrir 25 milljónir

Dumfries fáanlegur fyrir 25 milljónir