fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Skorar á leiðtoga út um allan heim að skoða ástandið – „Stjórnvöld í Nígeríu eru að drepa fólkið sitt“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 22. október 2020 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Odion Ighalo framherji Manchester United biðlar til stjórnvalda út um allan heim að hjálpa þjóð sinni Nígeríu í baráttu við stjórnvöld þar í landi.

Í borginni hafa síðustu daga farið fram kröftug mótmæli gegn lögregluofbeldi en sagt er að fjöldi fólks hafi látið lífið í þeim átökum.

Ríkisstjórn Nígeríu hafnar því að mannfall hafi orðið en Ighalo segir að verið sé að drepa saklausa borgara. „Ég ræði pólitík sjaldan en ég get ekki setið á mér yfir því sem er að gerast í Nígeríu,“ segir Ighalo í myndbandi sem hann birtir á Twitter.

„Stjórnvöld í Nígeríu eru að drepa borgarana, þau sendu herinn til að drepa mótmælendur sem eru að berjast fyrir réttindum sínum.“

„Ég skammast mín fyrir þessi stjórnvöld, við höfum fengið nóg af ykkur. Ég kalla eftir því að allir leiðtogar heims skoði hvað er að geast í Nígeríu og hjálpi íbúum landsins. Stjórnvöld í Nígeríu eru að drepa fólkið sitt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

David endar á Ítalíu

David endar á Ítalíu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

United getur valið á milli þriggja leikmanna

United getur valið á milli þriggja leikmanna
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern