Odion Ighalo framherji Manchester United biðlar til stjórnvalda út um allan heim að hjálpa þjóð sinni Nígeríu í baráttu við stjórnvöld þar í landi.
Í borginni hafa síðustu daga farið fram kröftug mótmæli gegn lögregluofbeldi en sagt er að fjöldi fólks hafi látið lífið í þeim átökum.
Ríkisstjórn Nígeríu hafnar því að mannfall hafi orðið en Ighalo segir að verið sé að drepa saklausa borgara. „Ég ræði pólitík sjaldan en ég get ekki setið á mér yfir því sem er að gerast í Nígeríu,“ segir Ighalo í myndbandi sem hann birtir á Twitter.
„Stjórnvöld í Nígeríu eru að drepa borgarana, þau sendu herinn til að drepa mótmælendur sem eru að berjast fyrir réttindum sínum.“
„Ég skammast mín fyrir þessi stjórnvöld, við höfum fengið nóg af ykkur. Ég kalla eftir því að allir leiðtogar heims skoði hvað er að geast í Nígeríu og hjálpi íbúum landsins. Stjórnvöld í Nígeríu eru að drepa fólkið sitt.“
Pray for NIGERIA🇳🇬✊🏿 pic.twitter.com/V7i4Ngs9qd
— Odion Jude Ighalo (@ighalojude) October 20, 2020