fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Solskjær að brjálast – Ömurlegt viðhorf og í tvígang of seinn

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 22. október 2020 09:04

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lífið hjá Mason Greenwood framherja Manchester United og enska landsliðsins gengur ekki vel fyrir sig þessa dagana. Eftir einnar nætur gaman og brot á sóttvarnarreglum í Reykjavík hefur Greenwood einnig komið sér í klípu hjá félagsliði sínu.

Greenwood og samlandi hans Phil Foden komust í heimsfréttirnar eftir að þeir buðu tveimur íslenskum stúlkum á hótel sitt í september og brutu þar sóttvarnarreglur. Þeir voru reknir úr landsliðinu vegna þess og voru ekki valdir nú í október þegar enska landsliðið kom saman aftur.

Greenwood hefur svo ekki fundið taktinn með Manchester United í upphafi tímabils og hefur ekki verið í leikmannahóp liðsins í sigrum gegn Newcastle og svo PSG í gær.

Getty Images

Ole Gunnar Solskjær stjóri Manchester United hefur sagt að Greenwood sé lítillega meiddur en ef marka má ensk blöð er ekki svo.

Sagt var frá því að Greenwood hafi verið að mæta of seint til æfinga og blöðin fara svo nánar út í mál hans í dag. Þar segir að 18 ára sóknarmaðurinn hafi í tvígang mætt of seint til æfinga með stuttu millibili.

Þá hefur Ole Gunnar Solskjær stjóri liðsins verið mjög ósáttur með viðhorf leikmannsins og látbragð á þessu tímabili. Þeir hafa fundað reglulega eftir heimskupör hans í Reykjavík.

Eftir að hafa verið frábær á síðustu leiktíð þarf Greenwood nú að vinna sér inn traust hjá stjóra sínum á nýjan leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gittens staðfestur hjá Chelsea

Gittens staðfestur hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum
Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir