fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Eyjan

Sakar Rússa og Írani um íhlutun í forsetakosningarnar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 22. október 2020 04:20

Færði Biden Trump gjöf með þessu?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir fjórum árum taldi bandaríska alríkislögreglan FBI að Rússar hefðu haft afskipti af forsetakosningunum þar sem Donald Trump og Hillary Clinton tókust á um forsetaembættið. Nú telja leyniþjónustustofnanir að bæði Rússar og Íranir hafi blandað sér í kosningarnar og reyni að hafa áhrif á niðurstöðu þeirra.

John Ratcliffe, forstjóri leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna (National Intelligence), sagði þetta á fréttamannafundi í Washington í gærkvöldi. Hann sagði að Rússar og Íranir hafi gripið til ákveðinna aðgerða til að hafa áhrif á skoðanamyndun kjósenda. CNBC skýrir frá þessu.

National Intelligence hefur yfirumsjón og ber ábyrgð á starfsemi 17 leyniþjónustustofnana í Bandaríkjunum, þar á meðal CIA.

Ratcliffe sagði að Íranir og Rússar hafi komist yfir gögn um bandaríska kjósendur. Hann sagði að Íranir hafi notað þessar upplýsingar til að senda tölvupósta til kjósenda í mörgum ríkjum Bandaríkjanna. Markmiðið er að hans sögn að hræða kjósendur og reyna að skapa jarðveg fyrir óróa og uppþot.

„Erlend öfl geta notað þessi gögn til að reyna að koma röngum upplýsingum til skráðra kjósenda í þeirri von að vekja ringulreið og öngþveiti og grafa undan lýðræðinu í Bandaríkjunum,“

sagði Ratcliffe sem nefndi engin bein dæmi um aðgerðir Rússa. Hann sagði að Íranir reyni að grafa undan Trump og koma í veg fyrir endurkjör hans. Bandarískar leyniþjónustustofnanir hafa einmitt varað við að Íranir gætu gert eitthvað slíkt og að Rússar myndu reyna að hafa blanda sér í kosningarnar til að tryggja endurkjör Trump.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Einar vill leiða lista Miðflokksins í Kópavogi

Einar vill leiða lista Miðflokksins í Kópavogi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Snorri komst óheppilega að orði á Alþingi og reyndi að bjarga sér fyrir horn

Snorri komst óheppilega að orði á Alþingi og reyndi að bjarga sér fyrir horn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Mikill titringur innan Framsóknar – sótt að Sigurði Inga

Orðið á götunni: Mikill titringur innan Framsóknar – sótt að Sigurði Inga
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bergþór hættir við framboð varaformanns – „Verð blóðugur upp að öxlum í þinginu“

Bergþór hættir við framboð varaformanns – „Verð blóðugur upp að öxlum í þinginu“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Bréf frá „Fuckboy“

Nína Richter skrifar: Bréf frá „Fuckboy“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Sjálfstæðismenn tala gegn betri vitund – tillaga Guðlaugs Þórs tefur Sundabraut um mörg ár eða sópar út af borðinu

Dagur B. Eggertsson: Sjálfstæðismenn tala gegn betri vitund – tillaga Guðlaugs Þórs tefur Sundabraut um mörg ár eða sópar út af borðinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Snorri með ákall: „Tel að nú geti farið í hönd tími sögulegrar sóknar fyrir Miðflokkinn“

Snorri með ákall: „Tel að nú geti farið í hönd tími sögulegrar sóknar fyrir Miðflokkinn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Gagnsæi á kostnað fatlaðra og aldraðra

Sigurður Hólmar skrifar: Gagnsæi á kostnað fatlaðra og aldraðra