fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Hefði allt farið í háaloft ef stjórnin hefði tekið aðra ákvörðun? – „Hefðum aldrei setið þegj­andi og hljóðalaust“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 21. október 2020 08:21

Páll Kristjánsson, fyrrum formaður knattspyrnudeildar KR (fyrir miðju)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Kristjánsson formaður KR fagnar þeirri ákvörðun KSÍ að gefast ekki upp og reyna allt sem hægt er til að klára Íslandsmótin í knattspyrnu. KSÍ staðfesti þá ákvörðun sína í gær að reynt yrði að hefja leik aftur í byrjun nóvember ef reglugerð yfirvalda leyfir. Allt hefur verið stopp í rúmar tvær vikur vegna kórónuveirunnar.

„Að mótum meistaraflokka verði haldið áfram í öllum deildum að því tilskyldu að takmarkanir á æfingum og keppni verði afnumdar eigi síðar en 3. nóvember,“ sagði í yfirlýsingu KSÍ.

Talsverður fjöldi félaga vildi hreinlega blása mótið af á þessum tímapunkti, flest höfðu talsvert mikla hagsmuni af því að hætta leik. KR-ingar hafa aftur á móti mikla hagsmuni af því að mótið verði klárað en liðið er í harðri baráttu um Evrópusæti en hefði mótinu verið hætt hefði KR misst af því.

„Í fyrsta lagi þá trúðum við því aldrei að mót­inu yrði slaufað og í öðru lagi, án þess að vera með of mikl­ar yf­ir­lýs­ing­ar, hefðum við aldrei setið þegj­andi og hljóðalaust und­ir því ef mót­inu yrði slaufað. Það voru og hafa aldrei verið nein­ar for­send­ur fyr­ir því og við telj­um afar brýnt að úr­slit­in ráðist inni á vell­in­um,“ sagði Páll við Morgunblaðið og má túlka að KR hefði skoðað það að fara í mál við Knattspyrnusambandið.

Flestar deildir í Evrópu hafa reynt að klára öll sín mót en í Frakklandi og Hollandi var allt blásið af í vor, það hefur skapað mikil leiðindi og málaferli í þeim löndum.

„Ef við horf­um í kring­um okk­ur og sjá­um hver staðan er hjá þjóðum sem ákváðu að hætta keppni síðasta vor held ég að flest knatt­spyrnu­sam­bönd sjái eft­ir þeirri ákvörðun. Þar eru málaferli og al­menn leiðindi í gangi, eitt­hvað sem við eig­um ekki að þurfa að fara í hér á Íslandi,“ sagði Páll við Morgunblaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði

Ein besta knattspyrnukona heims sagði takk en nei takk við gylliboði
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Messi að skrifa undir

Messi að skrifa undir
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool

Leikmaður Newcastle hreinskilinn er hann ræddi skipti Isak til Liverpool
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“

Vangoldin laun ástæða fyrir skyndilegu brotthvarfi Guðjóns frá Akureyri – „Ekki staðið við það“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla

Henry greinir það sem Gyokeres verður að laga – Segir að þetta þurfi að lagast svo Arsenal vinni titla