Virgil Van Dijk, leikmaður Liverpool, þarf að fara í aðgerð á hné vegna meiðsla sem hann hlaut í leik gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í um helgina. Þetta staðfestir Liverpool á heimasíðu sinni. Van Dijk skaddaði liðbönd í hné eftir tæklingu frá Jordan Pickford, markverði Everton en mikil reiði er í herbúðum Liverpool með þessa tæklingu.
Ekki er ljóst á þessari stundu hversu lengi Van Dijk verður frá en það gæti verið töluvert langur tími og líklega spilar hann ekki meira á þessu tímabili.
Enska knattspyrnusambandið hefur gefið það út að ekkert sé hægt að gera í málinu úr þessu, krafa hefur verið úr rauða hluta Liverpool borgar að dæma Pickford í bann. Enska sambandið getur hins vegar ekkert gert þar sem Michael Oliver dómari sá atvikið.
Þá skoðaði David Coote það einnig en hann var í VAR herberginu, Coote hefur mátt þola mikla gagnrýni fyrir málið en hann var tekinn af VAR lista enska sambandsins í febrúar eftir mistök.
Ensk blöð segja svo frá því í dag að Coote hafi ekki þekkt reglurnar nógu vel, hann vissi ekki að hann gæti rekið Pickford af velli eftir að búið var að dæmda rangstöðu. Coote var svo dómari í leik Leeds og Wolves í gær og tók nokkrar umdeildar ákvarðanir.
Coote taldi að rangstæðan yrði til þess að hann gæti ekki bent Oliver á að reka Pickford af velli. VAR fékk mikla gagnrýni á síðustu leiktíð á Englandi og byrjar ekki vel í ár.