fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Pressan

Vilja fá norska lögreglumenn til starfa í Svíþjóð

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 20. október 2020 07:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það gengur illa að fá lögreglumenn til starfa í Svíþjóð en í Noregi er staðan önnur því þar er í raun offramboð af lögreglumönnum. Staðan er mjög alvarleg í Svíþjóð að mati samtaka lögreglumanna sem segja að margir hafi hætt störfum eða íhugi að gera það. Á sama tíma ljúka fleiri lögreglunámi í Noregi en þörf er fyrir. Nú vill meirihluti á sænska þinginu bregðast við þessu með því að ráða norska lögreglumenn til starfa í Svíþjóð.

Samtök sænskra lögreglumanna viðruðu fyrst möguleikann á að ráða norska lögreglumenn til starfa og hvöttu ríkisstjórnina til að skoða málið. Samkvæmt frétt Sænska ríkisútvarpsins telja Kristilegir demókratar þetta góða hugmynd og vilja gera norskum lögreglumönnum kleift að vinna í Svíþjóð.

Samtök norskra lögreglumanna eru jákvæð hvað þetta varðar og sagði formaður samtakanna, Sigve Bolstad, að betra sé að lögreglumenn fái tækifæri til að stunda vinnu í Svíþjóð en að sitja atvinnulausir í Noregi. Ef óskað sé eftir norskum lögreglumönnum til starfa í Svíþjóð sé það það besta sem er í boði. Bolstad sagði jafnframt að um 600 nýútskrifaðir lögreglumenn hafi ekki fengið vinnu í Noregi.

Meirihluti virðist vera á sænska þinginu fyrir að opna fyrir þennan möguleika. Centerpartiet, Svíþjóðardemókratarnir og Moderaterna telja hugmyndina athyglisverða.

Johan Pehrson, talsmaður Frjálslyndra, sagði að það væri gott ef hægt sé að fjölga lögreglumönnum í Svíþjóð og það sé valkostur að ráða norska, finnska eða danska lögreglumenn til starfa. Það séu þó ýmis atriði sem þurfi að skoða fyrst.

Fredrik Lundh Sammeli, talsmaður jafnaðarmanna, sagðist ekki hrifinn af hugmyndinni og telji að þetta sé ekki rétta leiðin. Betra sé að skoða hvernig sé hægt að fá fleiri Svía til að mennta sig sem lögreglumenn.

Samtök sænskra lögreglumanna telja að aðalástæðan fyrir brotthvarfi lögreglumanna úr starfi sé lág laun og slæmar vinnuaðstæður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision
Pressan
Í gær

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bankabækur Dana tútna út

Bankabækur Dana tútna út
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga
Pressan
Fyrir 4 dögum

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari