Everton og Liverpool gerðu 2-2 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni síðastliðinn Laugardag. Virgil van Dijk leikmaður Liverpool fór meiddur af velli eftir tæklingu frá Jordan Pickford, markverði Everton.
Pickford hefur mátt þola ofbeldi á Twitter eftir leikinn við Liverpool. Í frétt The daily mail um málið kemur fram að orðbragðið á Twitter sé algjörlega óásættanlegt og að lögreglan taki þetta mjög alvarlega.
„Þeir sem nota internetið til að ná sér niður á öðrum og þeir sem fremja refsiverð brot eins og að hóta öðrum eru ekki hafðir yfir lögin,“ sagði lögreglumaður í samtali við The daily mail.
Verið er að finna einstaklingana sem settu viðkomandi færslur á Twitter og verða þeir ábyrgu leiddir fyrir rétt.
Van Dijk meiddist á hné og spilar líklega ekki meira með á tímabilinu. Enska knattspyrnusambandið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Pickford fái ekki refsingu fyrir brotið á Van Dijk. Pickford var ekki dæmdur brotlegur í leiknum vegna þess að Van Dijk var rangstæður í aðraganda atviksins. Atvikið var einnig skoðað í VAR og í kjölfarið var ákveðið að sleppa honum við refsingu.
Richarlison, liðsfélagi Pickford hjá Everton, fékk að líta rauða spjaldið í leiknum fyrir brot sitt á Thiago Alcantara. Hann fór einnig meiddur af velli.