fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
433Sport

Hlaða Harry Maguire lofi – „Svona svararðu fyrir þig“

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 18. október 2020 12:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, skoraði fyrsta mark liðsins í 1-4 sigri á Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í gær. Maguire hlaut 8 í einkunn fyrir frammistöðu sína í einkunnargjöf SkySports og var valinn maður leiksins.

Leikmaðurinn hefur legið undir mikilli gagnrýni undanfarna mánuði. Hann lenti í vandræðum í Grikklandi í sumar og hefur átt erfitt með að fóta sig á knattspyrnuvellinum. Í síðustu viku fékk hann að líta rauða spjaldið í leik Englands og Danmerkur.

Harry Maguire sló á gagnrýnisraddirnar í gær með flottri frammistöðu. Meðal þeirra sem hrósuðu leikmanninum var Gary Lineker, þáttastjórnandi Match of the day. 

Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, var ánægður með frammistöðu leikmannsins.

,,Harry skoraði og sýndi gott fordæmi. Hann sýndi mikinn karakter, ég er ánægður fyrir hans hönd. Undanfarnar vikur hafa verið erfiðar fyrir hann,“ sagði Solskjær í viðtali við SkySports.

Leikmaðurinn gekk til liðs við Manchester United frá Leicester City í ágúst árið 2019 fyrir 80 milljónir punda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

58 ára á leið í nýtt lið

58 ára á leið í nýtt lið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Frá Norwich til Barcelona

Frá Norwich til Barcelona
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Spáir ekki í uppþoti Salah á dögunum

Spáir ekki í uppþoti Salah á dögunum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United segir félagið hafa gert mistök

Fyrrum leikmaður United segir félagið hafa gert mistök
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Svona brást Messi við spurningu um kynlíf sitt – „Í alvöru?“

Svona brást Messi við spurningu um kynlíf sitt – „Í alvöru?“
433Sport
Í gær

Amorim opinberar hvernig United mun haga sér í janúarglugganum

Amorim opinberar hvernig United mun haga sér í janúarglugganum
433Sport
Í gær

Opinbera greiðslurnar sem rata til Íslands – Flestar milljónirnar í Kópavoginn

Opinbera greiðslurnar sem rata til Íslands – Flestar milljónirnar í Kópavoginn
433Sport
Í gær

Árstekjur ársins í fyrra á einu bretti

Árstekjur ársins í fyrra á einu bretti
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vöxturinn hvað hraðastur kvennamegin – „Jafnvel þrjú met sett í sama glugganum“

Vöxturinn hvað hraðastur kvennamegin – „Jafnvel þrjú met sett í sama glugganum“