fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Pressan

Stoppaði til að spyrja lögregluna til vegar – Hefði betur sleppt því

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 17. október 2020 22:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir hafa lent í að lögreglan stöðvi akstur þeirra af einhverri ástæðu og fæstir gleðjast yfir því. Aðrir hafa ekið fram hjá lögreglunni og verið með öndina í hálsinum af ótta við að verða stöðvaðir. En það er kannski ekki svo algengt að fólk stöðvi sjálfviljugt hjá lögreglunni þegar hún er við umferðareftirlit. Það gerði norskur maður þó á dögunum þegar lögreglan var við umferðareftirlit í Sotra.

Hann stöðvaði til að spyrja lögreglumennina til vegar. Þar sem hann hafði nú stöðvað ákváðu lögreglumenn að fá að sjá ökuskírteinið hans. Hann framvísaði þá þýsku skírteini sem var ekki í gildi. Því næst dró hann upp gamalt norskt ökuskírteini sem var útrunnið.

Bergens Tidende segir að lögreglumennirnir hafi því orðið að meina manninum að aka lengra. Ökumaðurinn sjálfur hafði að sögn á orði að hann hefði betur sleppt því að stöðva til að spyrja til vegar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári
Pressan
Fyrir 4 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru