fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Fundað í bakherbergjum KSÍ um framtíðina – Auknar líkur á að allt verði blásið af

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 15. október 2020 17:06

Frá Laugardalsvelli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auknar líkur eru á því að Knattspyrnusamband Íslands muni á allra næstu dögum blása af Íslandsmótin í knattspyrnu. Þetta herma heimildir 433.is.

Samkvæmt sömu heimildum eru stíf fundarhöld hjá mótanefnd sambandsins sem skoðar möguleika stöðunnar og fundar nú með hagsmunaaðilum. Ekki er von á öðru en sú reglugerð sem er í gangi vegna kórónuveirunnar haldi áfram næstu vikurnar. Þó ekki sé bannað að spila knattspyrnu utandyra hafa það verið tilmæli að íþróttir séu ekki iðkaðar á höfuðborgarsvæðinu.

Sambandið hefur verið undir stífri pressu frá félögum sem hafa hagsmuni af því að láta blása mótin af, svo virðist sem sambandið skoði það nú alvarlega að hlusta á þær raddir og blása mótin af. Sambandið setti sér reglugerð fyrir tímabil vegna veirunnar.

Þar segir meðal annars. „Öllum leikjum í Íslandsmótum skal vera lokið eigi síður en 1. desember 2020 og verður einstökum leikjum eða mótum meistaraflokka ekki frestað aftur fyrir þann tíma.“

Í reglugerðinni stendur enn fremur. „Ef sýnt þykir að ekki er unnt að ljúka Íslandsmótinu í knattspyrnu karla og kvenna samkvæmt mótaskrá vegna Covid-19 getur mótanefnd í samráði við stjórn KSÍ aflýst móti í öllum deildum eða einstaka deildum. Skal þá eftirfarandi gilda: 5.1.1.: Meistaraflokkur karla: Hafi að lágmarki 2/3 hlutar heildarleikja í efstu deild, 1. deild, 2. deild og 3. deild verið leiknir samkvæmt mótaskrá ræður meðalfjöldi stiga hvers liðs fyrir sig í hverjum leik sem það hefur lokið á þeim degi þegar móti er aflýst, endanlegri niðurröðun. Telst Íslandsmótinu þar með lokið. Skulu þá Íslandsmeistarar krýndir í hverri deild og lið færast á milli deilda með sama hætti og ef allir leikir í þessum deildum á Íslandsmóti hefðu verið leiknir.“

„Hafi að lágmarki 2/3 hlutar heildarleikja í efstu deild, 1. deild og 2. deild verið leiknir samkvæmt mótaskrá ræður meðalfjöldi stiga hvers liðs fyrir sig í hverjum leik sem það hefur lokið á þeim degi þegar móti er aflýst, endanlegri niðurröðun. Telst Íslandsmótinu þar með lokið.“

Því er ljóst að KSÍ getur blásið mótin af þó ekki sé komið að 1 desember þar sem 2/3 mótsins er lokið í öllum deildum. Samkvæmt heimildum 433.is hefur það komið til tals að blása neðri deildir af á næstu dögum en skoða áfram stöðuna með efstu deild karla og kvenna og hvort hægt verði að klára mótin fyrir 1 desember.

Mörga þeirra félaga sem setja fullan þunga á að blása mótin af hafa hagsmuni af því, þau geta þannig farið upp um deild án þess að spila restina af tímabilinu þar sem allt gæti gerst, önnur hafa hagsmuni af því að spila ekki síðustu leikina þar sem þau berjast fyrir lífi sínu og þurfa því ekki að óttast það að falla. Flest þeirra liða sem vilja spila mótin áfram hafa svo hagsmuni í hina áttina, þau gætu komist upp um deild haldi tímabilið áfram og önnur falla svo ef KSÍ ákveður að blása mótin af núna.

Miðað við sögusagnir í knattspyrnuhreyfingunni er ljóst að hvað ákvörðun sem tekinn verður, þá verður hún umdeild. Í fyrramálið mun 433.is kynna hugmynd að leið sem KSÍ gæti notfært sér ef blása á mótin af, með henni væri hægt að ná víðtækri sátt innan hreyfingarinnar.

Ekki náðist í Guðna Bergsson formann KSÍ eða Birgi Jóhannsson framkvæmdarstjóra íslensk toppfótbolta við vinnslu fréttarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

PSG franskur meistari eftir tap Monaco

PSG franskur meistari eftir tap Monaco
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Unglingurinn skoraði sjö mörk fyrir Arsenal

Unglingurinn skoraði sjö mörk fyrir Arsenal
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Besta deildin: Breiðablik vann í Vesturbænum – Fimm mörk í seinni hálfleik

Besta deildin: Breiðablik vann í Vesturbænum – Fimm mörk í seinni hálfleik
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tjáir sig um framtíð Greenwood – ,,Þá getum við rætt málin“

Tjáir sig um framtíð Greenwood – ,,Þá getum við rætt málin“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“