fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Freyr um veruna í glerbúrinu: „Miðað við allt kaósið þá gekk þetta vel“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 15. október 2020 14:00

Freyr Alexandersson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fyrst eftir að smitið kemur upp, þarna rétt fyrir æfingu sem við fáum tilkynningu um það. Það var auðvitað bara sjokk. En við náðum svona að klára það. En svo var dagurinn í kjölfarið bara algjör ringulreið. Þjálfarateymið var sett í sóttkví og allir starfsmenn og óvissan mikil,“ sagði Freyr Alexandersson aðstoðarþjálfari Íslands við RÚV í dag um hvernig síðustu dagar hafa verið.

Freyr ásamt öðru starfsliði íslenska karlalandsliðsins var sett í sóttkví á þriðjudag eftir að COVID-19 veiran greindist í Þorgrími Þráinssyni. Ísland mætti svo Belgíu í gær þar sem Freyr og Erik Hamren gátu ekki stýrt liðinu.

„Svo voru líka bara fullt af hlutum í þessu sem maður þekkti ekkert og þurfti að fá svör við. Eins og hvernig við gætum komið nýju starfsfólki inn og hverjir gætu mögulega komið. Þannig ég get bara lýst þessum degi sem mjög kaótískum. En það rættist mjög vel úr þessu. Allir lögðust á eitt að leysa þessa hnúta,“ sagði Freyr við RÚV.

Freyr og Hamren fengu undanþágu í gær til að mæta á völlinn og vera í glerbúri, fram hefur svo komið að það hafi verið mistök af hálfu Víðis Reynissonar að leyfa þeim að ferðast á milli staða verandi í sóttkví.

Freyr naut þess hins vegar að horfa á leikinn í glerbúrinu á meðan voru Arnar Þór Viðarsson og Davíð Snorri Jónsson á hliðarlínunni og komu skilaboð frá Hamren áleiðis.

„Þetta var rosalega óþægilegt og skrítnar tilfinningar. En við vorum vel undirbúnir. Við vorum búnir að funda í gegnum fjarfundarbúnað með Arnari, Davíð og Dodda og fara yfir vinnureglur og verkaskiptingu. Þannig þeir voru með allt sitt upp á tíu. Samskiptin gengu síðan vel. Þeir fóru eftir því sem að við báðum þá um að fylgja. Svo komu þeir líka með punkta inn á milli. Það góða við að vera þarna uppi samt var að maður hafði gríðarlega góða yfirsýn yfir leikinn. Að mörgu leyti. Þannig að mörgu leyti sáum við leikinn betur og gátum brugðist hraðar við. Svo voru þeir frábærir niðri á bekk að bregðast við því sem við komum með niður til þeirra. Bara miðað við allt kaósið sem var þarna á undan og hvað þetta gerðist allt hratt að þá gekk þessi partur rosalega vel og. Þeir þrír og allt nýja starfsteymið á allt hrós skilið. Ég er ofboðslega stoltu af þeim, alveg eins og ég er stoltur af leikmönnunum. Þetta var ekki auðvelt fyrir leikmennina að fá bara nýtt gengi í kringum sig. Þannig að þetta var bara eins góð framkvæmd og kostur var á,“
sagði Freyr við RÚV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag