fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Kim Jong-un felldi tár og bað þjóðina afsökunar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. október 2020 05:45

Kim Jong-un sendir Rússum vopn og skotfæri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Norður-Kóreu stóðu fyrir stórri hersýningu um helgina í tilefni af 75 ára afmæli Verkamannaflokksins sem stýrir landinu með harðri hendi. Leiðtogi flokksins og landsins, Kim Jong-un, hélt ræðu við það tækifæri og bað þjóðina afsökunar um leið og hann tók af sér gleraugun og þurrkaði tár úr augum sínum.

„Þjóðin hefur sett traust sitt, jafn hátt og skýin og jafn djúpt og hafið, á mig en ég hef brugðist og hef ekki alltaf staðið undir því. Ég biðst innilegrar afsökunar á því,“

sagði hann segir í þýðingu Korea Times á ræðu hans. Sérfræðingar segja að þetta bendi til að þrýstingur á einræðisstjórnina fari vaxandi.

Hann vitnaði í forvera sína, föður sinn og afa, og sagði að þrátt fyrir að honum hafi verið falin sú ábyrgð að leiða þjóðina þá hafi það sem hann hefur gert og einlægni hans ekki verið nægileg til að losa þjóðina undan þeim erfiðleikum sem hún glímir við.

The Guardian segir að leiðtoginn hafi notað töluverðan hluta af ræðu sinni til að sýna samúð sína með þjóðinni sem hann sagði takast á við „alvarlegar áskoranir“ og „fordæmalausar hörmungar“.

Viðskipti Norður-Kóreu við Kína, sem er mikilvægasti samstarfsaðilinn á efnahagssviðinu, hafa dregist mikið saman vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar en landamæri ríkjanna eru lokuð vegna faraldursins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið