fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Þetta eru tillögur að breytingum sem eru að gera alla brjálaða á Englandi

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 12. október 2020 09:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er allt vitlaust í enskum fótbolta eftir að í ljós kom að undir stjórn eiganda Liverpool eru félög í ensku úrvalsdeildinni að vinna að breytingum á deildinni. FSG sem á Liverpool hefur farið fyrir þessum breytingum og hefur stuðning Glazer fjölskyldunnar sem á Manchester United.

Það sem meira er að félög í neðri deildum styðja málið enda leggja aðilar til að félög í neðri deildum fái mun meiri fjármuni en áður frá úrvalsdeildinni.

Stærsta breytingin yrði sú að liðum í úrvalsdeildinni yrði fækkað niður í 18. Þá hefðu félög í deildinni meiri völd til að gera breytingar á leiknum.

Telegraph greindi frá málinu í gær og hafa margir orðið reiðir vegna þess. Hér að neðan má sjá þær breytingar sem hafa verið gerðar.

Breytingarnar sem lagðar eru til.

Neðri deildir fái 250 milljónir punda vegna tekjutaps – Dregið verði af þeim á næstu árum í gegnum sjónvarpssamninga

Níu félög sem lengst hafa verið í ensku úrvalsdeildinni fái sérstaka stöðu – Ef sex þeirra eru á sama máli er hægt að gera reglugerðarbreytinga

Enska sambandið fái 100 milljónir punda til að aðstoða neðri deildir, kvennafóbolta og grasrótina.

8,5 prósent af hagnaði liða í úrvalsdeildinni fari í góð málefni.

25 prósent af hagnaði ensku úrvalsdeildarinnar og neðri deilda fari til liða í neðri deildum.

Sex prósent af hagnaði ensku úrvalsdeildarinnar fari í að byggja upp heimavelli liða í neðri deildum.

Nýjar reglur um sjónvarpsréttinn bæði á Englandi út og út um allan heim.

Deildarbikarinn og Samfélagsskjöldurinn hætti.

24 lið verði í Chamionship, League One og League Two. Atvinnumannafélögin verða því 90 en ekki 92 eins og í dag.

Úrvalsdeild kvenna verði sér eining.

Tvö lið falli úr ensku úrvalsdeildinni á hverju ári og tvö komi upp úr Championship deildinni. 16 sætið í úrvalsdeildinni fer svo í umspil um sæti við þriðja, fjórða og fimmta sæti í Championship deildinni um sæti í úrvalsdeildinni.

Financial Fair Play reglur UEFA verði notaðar og að bókhald liða verði opið fyrir öll félög í deildinni.

Miðar á útileiki kosti 20 pund.

Að úrvalsdeildin fari af stað seint í ágúst til að gefa meiri möguleika á æfingaleikjum, öll félög þurfa á fimm ára fresti að taka þátt í sumardeild úrvalsdeildarinnar.

Miklar breytingar á því hvernig má lána leikmenn, sem dæmi mættu fjórir leikmenn fara á láni frá einu liði í annað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Harðneitar fyrir að hafa haldið framhjá með þessari konu á Ítalíu

Harðneitar fyrir að hafa haldið framhjá með þessari konu á Ítalíu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gagnrýnir þessa fjóra leikmenn United og segir að þeir eigi að bera liðið uppi

Gagnrýnir þessa fjóra leikmenn United og segir að þeir eigi að bera liðið uppi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kjaftasögunni um Arnar Gunnlaugs og landsliðið gefið langt nef í Morgunblaðinu – „Sem er auðvitað ekkert annað en fásinna“

Kjaftasögunni um Arnar Gunnlaugs og landsliðið gefið langt nef í Morgunblaðinu – „Sem er auðvitað ekkert annað en fásinna“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hafði gaman af því að Haaland hefði stolið fagninu hans um helgina – „Ég gekk svo þeir gætu hlaupið“

Hafði gaman af því að Haaland hefði stolið fagninu hans um helgina – „Ég gekk svo þeir gætu hlaupið“
433Sport
Í gær

Óttast óeiningu á meðal Englendinga

Óttast óeiningu á meðal Englendinga
433Sport
Í gær

Gæti slæm hegðun um helgina kostað hann sæti í ensku deildinni?

Gæti slæm hegðun um helgina kostað hann sæti í ensku deildinni?