fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fókus

Uppáhalds skórnir hennar Önnu – „Læt jarða mig í þeim“

Tobba Marinósdóttir
Föstudaginn 9. október 2020 20:30

Anna Þóra í Sjáðu elskar skó. Mynd: Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gleðigjafinn Anna Þóra Björnsdóttir eigandi gleraugnaverslunarinnar Sjáðu og uppistandari elskar skó – mjög mikið.
Þrátt fyrir ballleysið segist hún viðra þá heima fyrir og lætur sig hlakka til að komast á næsta dansiball.

Þar sem Anna gerir nú lítið annað en að pússa skóna sína þessa dagana sökum samkomutakmarkanna fengum við hana til að deila með okkur uppáhalds skónum sínum.

1 Maison Margiela
Bleiku töfflurnar eru frá Maison Margiela, ég átti stefnumót við bílstjóra DHL fyrir utan Háskóla Íslands þar sem ég var svo æst í að fá þessa dásemd á fæturna.

Mynd: Birna Jónsdóttir

2 Strigaskór
Ég hata íþróttaskó svo ef fólk sér mig í íþróttaskóm þá þurfa þeir að vera einstaklega flottir, þessa geggjuðu fann ég í Stefánsbúð.

Mynd: Birna Jónsdóttir

3 Miu Miu gullskórnir
Um Miu Miu gullskóna þarf ekkert að segja, bara glápa úr sér augun og njóta.

Mynd: Birna Jónsdóttir

4 Rocco P
Rocco P og ég eigum í annarlegu sambandi þegar kemur að skóm, svörtu stígvélin var ég svo æst að fá að ég pantaði óvart þrjú pör, læt jarða mig í þeim.

Mynd: Birna Jónsdóttir

5 Rauðu stígvélin
Rauðu stígvélin mín hrópuðu á mig frá Italý og ég bókstaflega þrái að dansa í þeim þegar COVID er búið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gísli Pálmi fór með ættjarðarljóð á gröf Jónasar Hallgrímssonar

Gísli Pálmi fór með ættjarðarljóð á gröf Jónasar Hallgrímssonar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fanney snerti viðkvæman blett hjá sumum – „Fólk er farið að skuldsetja sig til að eignast þessa hluti, sem er galið“

Fanney snerti viðkvæman blett hjá sumum – „Fólk er farið að skuldsetja sig til að eignast þessa hluti, sem er galið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekkt söngkona lést í eldsvoða

Þekkt söngkona lést í eldsvoða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Beggi Ólafs uppljóstrar leyndarmálinu á bak við áhugann á meðan hann talar við bikiníklæddar konur

Beggi Ólafs uppljóstrar leyndarmálinu á bak við áhugann á meðan hann talar við bikiníklæddar konur
Fókus
Fyrir 5 dögum

Björgvin Franz og Berglind selja splunkunýja íbúð

Björgvin Franz og Berglind selja splunkunýja íbúð
Fókus
Fyrir 5 dögum

Svöl íbúð Prettyboitjokko til sölu

Svöl íbúð Prettyboitjokko til sölu