fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Blaðamaður Morgunblaðsins óánægður með Ófærð : „Handritshöfundar með allt niður um sig“

Benedikt Bóas Hinriksson segir að þættirnir séu óraunverulegir

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 12. janúar 2016 15:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benedikt Bóas Hinriksson, blaðamaður á Morgunblaðinu, þykir lítið koma til sjónvarpsþáttaraðarinnar Ófærð ef marka má viðhorfspistil sem birtur er í blaðinu í dag. Segir Benedikt að handritshöfundar hafi verið með allt niðrum sig og leikararnir staðið sig eftir bestu getu að halda „illa skrifuðum“ þáttum á lofti.

„Þetta er allt of mikið Hollywood, eitthvað svo fjarri raunveruleikanum. Skandinavísku sjónvarpsseríurnar hafa einmitt náð vinsældum fyrir að vera svolítið í takti við raunveruleikanna. En það er eins og Ófærð sé skrifuð fyrir bandarískt sjónvarp. Handritshöfundar hafa verið með allt niður um sig frá upphafi,“ segir Benedikt sem telur upp nokkur atriði sem honum finnst óraunveruleg. Þeim sem ekki hafa séð þættina en ætla að gera það er ráðlagt að lesa ekki lengra.

„Í veruleikanum þarf skip í íslenskri hafnsögu ekki neinn dómsúrskurð til að vera kyrrsett. Lögreglumaðurinn hefði aldrei tapað slagnum við hinn grunaða eins og hann var myndaður, lík hefði aldrei verið látið vera óvaktað í frystigeymslu, tæknideildin hefði alltaf komist á staðinn og það er eins og fjölmiðlar séu ekki til í huga handritshöfunda. Það er alltaf gaman að horfa á íslenskt efni en Ófærð lyktar af áhugamennsku,“ segir Benedikt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 2 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun