fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
433Sport

Jadon Sancho sögur dagsins – Fjórir aðrir kostir í stöðunni

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 1. október 2020 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jadon Sancho kantmaður Borussia Dortmund er sagður setja mikinn þunga á forráðamenn Dortmund og umboðsmann sinn um að koma sér til Manchester United áður en félagaskiptaglugginn lokar.

Sancho hefur fram til mánudags til að komast til United en félögin hafa átt í samskiptum í vikunni. Í öðrum fréttum kemur fram að Dortmund sé nú tilbúið að selja Sancho fyrir 95 milljónir punda.

United bauð 91 milljón punda í upphafi vikunnar en þá kvaðst Dortmund standa fast á 108 milljóna punda verðmiða sínum.

Sky Sports segir svo frá því að United sé með fjóra aðra kosti í stöðunni ef ekki tekst að fá Sancho. Fyrstan má nefna Ousmane Dembele kantmann Barcelona.

Dembele vildi ekki yfirgefa Barcelona í júní þegar Liverpool spurðist fyrir um hann en nú er annað hljóð í honum.

Edinson Cavani sóknarmaðurinn knái er án félags en er 33 ára gamall og vill laun sem fá félög geta borgað. Þá er Luka Jovic sóknarmaður Real Madrid á lista United.

United gæti svo skoðað það að fá Isamila Sarr kantmann Watford en félagaskiptaglugginn fyrir leikmenn utan Englands lokar á mánudag. Innan Englands er hins vegar hægt að fá leikmenn tíu dögum lengur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Nýr leikmaður United fær stuðningsmennina á sitt band – Mynd frá því þegar hann var þriggja ára fer í loftið

Nýr leikmaður United fær stuðningsmennina á sitt band – Mynd frá því þegar hann var þriggja ára fer í loftið
433Sport
Í gær

Ein skærasta stjarna Englands ræðir kynhneigð sína í fyrsta sinn

Ein skærasta stjarna Englands ræðir kynhneigð sína í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

„Það léttir á öllu, það er bara svart og hvítt“

„Það léttir á öllu, það er bara svart og hvítt“
433Sport
Í gær

Stórstjarna riftir samningi eftir skamma dvöl í sjöundu efstu deild

Stórstjarna riftir samningi eftir skamma dvöl í sjöundu efstu deild
433Sport
Fyrir 2 dögum

Langskotið og dauðafærið – Halda vandræði Liverpool áfram?

Langskotið og dauðafærið – Halda vandræði Liverpool áfram?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Enska úrvalsdeildin sendir frá sér yfirlýsingu

Enska úrvalsdeildin sendir frá sér yfirlýsingu
Sport
Fyrir 2 dögum

Rashford bregst við færslu frá leikmanni Arsenal

Rashford bregst við færslu frá leikmanni Arsenal
433Sport
Fyrir 2 dögum

Auðmjúka stjarnan á Íslandi – „Er bara eins og gaur út sveitinni“

Auðmjúka stjarnan á Íslandi – „Er bara eins og gaur út sveitinni“