fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Íslenskt landsliðsfólk tók á sig verulega launaskerðingu – „Þetta er erfitt ástand“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 30. september 2020 08:50

Sara Björk missir úr hluta af undankeppninni vegna barneigna. © 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bæði karla og kvennalandsliðin gáfu eftir stóran hluta af bónusum og aðrar greiðslur þegar liðin tóku þátt í verkefnum sínum í september. Þetta kemur fram í grein eftir Benedikt Bóas í Fréttablaðinu.

Landsliðsfólkið er meðvitað um það fjárhagslega högg sem KSí hefur orðið fyrir, þannig tapar sambandið um 200 milljónum króna á því að allir landsleikir eru nú fyrir luktum dyrum.

Fyrir sigur í mótsleik fær landsliðsmaður 300 þúsund krónur í vasa sinn en fyrir jafntefli fást 100 þúsund krónur. Strákarnir töpuðu báðum sínum leikjum en stelpurnar unnu Lettland og gerðu jafntefli við Svía, hver leikmaður hefði því átt að fá 400 þúsund krónur. 23 leikmenn og heildarupphæðin hefði því verið 9,2 milljónir sem KSÍ hefði þurft að borga þeim í eðlilegu árferði.

„Það hafa flestir ef ekki allir reynt að láta þetta ganga upp. Þetta er erfitt ástand fyrir okkur eins og marga aðra,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ við Fréttablaðið. „Ég held að í þessu árferði og aðstæðum þurfi að standa saman í því að láta enda ná saman. Það kreppir að hjá okkur eins og öðrum.

Guðni greinir einnig frá því að dómarar landsins hafi tekið á sig skerðingu launa.

„Þetta umhverfi sem við öll erum að glíma við, bæði hér heima og erlendis, er eitthvað til að takast á við saman. Fólk er að taka á sig launaskerðingu, minnka starfshlutfall, minnka bónusa og dómararnir tóku einnig á sig skerðingu,“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur