fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
433Sport

Skoruðu eftir að dómarinn hafði flautað til leiksloka

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 26. september 2020 13:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skondið atvik átti sér stað í leik Brighton og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni sem var að ljúka með 2-3 sigri Manchester United.

Allt stefndi í 2-2 jafntefli. Chris Kavanagh flautaði leikinn af. Hann dæmdi síðan fljótlega eftir það vítaspyrnu eftir að hafa skoðað upptökur úr VAR. Þar sá hann að boltinn hafði farið í hendi Neal Maupay, leikmanns Brighton áður en hann flautaði leikinn af.

Bruno Fernandes, leikmaður Manchester United tók spyrnuna og tryggði þeim sinn fyrsta sigur á tímabilinu.

John Cross, blaðamaður á The Mirror sér á þessu spaugilega hlið:

,,Manchester United er vant því að skora mjög, mjög seint í leikjum. Nú skora þeir líka eftir að leik er lokið,“ skrifaði hann á samfélagsmiðilinn Twitter.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Viðurkennir að Liverpool sé á öðrum stað í dag – Vonar að stjórnin taki þá til fyrirmyndar í sumar

Viðurkennir að Liverpool sé á öðrum stað í dag – Vonar að stjórnin taki þá til fyrirmyndar í sumar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Viðurkennir að hann sé að velja vinnuna frekar en fjölskylduna – ,,Tíu ár svo yfirgef ég leikinn“

Viðurkennir að hann sé að velja vinnuna frekar en fjölskylduna – ,,Tíu ár svo yfirgef ég leikinn“
433Sport
Í gær

Segir lykilmann United vera að troða sokk í þá sem efuðust

Segir lykilmann United vera að troða sokk í þá sem efuðust
433Sport
Í gær

Uppljóstrar um ótrúleg viðskipti sem áttu sér stað í Vesturbæ á dögunum – Milljónirnar frá Eyjum komu á borðið

Uppljóstrar um ótrúleg viðskipti sem áttu sér stað í Vesturbæ á dögunum – Milljónirnar frá Eyjum komu á borðið