fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fókus

Karl Sigurbjörnsson berst við krabbamein – „Ég hræðist ekki dauðann“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 26. september 2020 12:57

Karl Sigurbjörnsson. Mynd: Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl Sigurbjörnsson, sem um árabil var biskup íslensku þjóðkirkjunnar, glímir við krabbamein. Hann greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli árið 2017 og hafði meinið dreift sér í beinin. Þetta kemur fram í viðtali Morgunblaðsins við Karl.

Hann var ekki skorinn upp þar sem meinið var ekki skurðartækt. Hins vegar sé hann í höndum frábærra lækna og umvafinn umhyggju og fyrirbænum. Segir Karl að sjúkdómurinn sé ólæknandi.

„Ég hræðist ekki dauðann,“ segir Karl en lífslöngunin sé vissulega sterk í mannssálinni:

„Auðvitað vill maður ekki dauðann. Allt sem lif­ir er í stöðugri bar­áttu á móti dauðanum. Hver ein­asta fruma er að berj­ast við dauðann. Dauðinn er hið al­gera óþekkta og við skelf­umst hið óþekkta; það er í eðli alls sem lif­ir. En í trúnni á ég von­ina. Sú von gef­ur mér styrk til að segja, eins og hef­ur verið sungið við nán­ast all­ar jarðarfar­ir síðan Ragn­heiður Brynj­ólfs­dótt­ir var jörðuð í Skál­holti forðum: „Dauði, ég ótt­ast eigi, afl þitt né valdið gilt, í Kristí kraft­i’ eg segi: Kom þú sæll, þá þú vilt.“ Í Kristí krafti; ekki í mín­um eig­in krafti. Ég get ekki boðið dauðann vel­kom­inn sí svona, hann er óvel­kom­inn gest­ur. Hann er staðreynd sem ég veit að er þarna en ég hef eng­an áhuga á hon­um. Ég vona bara að ég fái að fara í friði þegar tím­inn er kom­inn.““

Fjölmargt annað bera á góma í viðtalinu og segir Karl meðal annars frá æskuárum sínum og embættisferli. Einnig kemur fram að Karl er mjög virkur á Facebook:

„Mér finnst þetta góður vett­vang­ur til að koma á fram­færi orðinu, trúnni. Ég hef fundið að það er þörf fyr­ir það og það er kallað eft­ir þessu. Það voru svo börn­in mín sem ýttu mér út í það að taka upp mynd­bönd þar sem ég er með hug­leiðing­ar. Þessi hug­mynd kviknaði í kóf­inu í vor og ég fékk ótrú­leg viðbrögð. Það er tölu­vert áhorf og ég er þakk­lát­ur fyr­ir það. Mér finnst þegar ég er að fikta við þenn­an vett­vang að ég eigi að skilja eft­ir eitt­hvað já­kvætt þar. Nóg er af nei­kvæðni og háði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sjaldséð sjón: Unglingsdætur Nicole Kidman og Keith Urban mættu með foreldrunum

Sjaldséð sjón: Unglingsdætur Nicole Kidman og Keith Urban mættu með foreldrunum
Fókus
Í gær

Linda Pé opnar sig um erfiðasta tímabil ævi hennar – „Ég var reið og bitur mjög lengi“

Linda Pé opnar sig um erfiðasta tímabil ævi hennar – „Ég var reið og bitur mjög lengi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lét sig hverfa ein og berfætt á Ítalíu – „Þegar ég skoða myndir af mér á þessum tíma þá sést alveg greinilega að ég er mjög veik“

Lét sig hverfa ein og berfætt á Ítalíu – „Þegar ég skoða myndir af mér á þessum tíma þá sést alveg greinilega að ég er mjög veik“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjaldséð sjón – Börn Matthew McConaughey orðin svo stór

Sjaldséð sjón – Börn Matthew McConaughey orðin svo stór
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“