Eiginkonur þeirra beggja eru líka leiðar með aðskilnaðinn, The Sun greinir frá því. Antonela Roccuzzo, eiginkona Messi, kvaddi Sofiu Balbi, eiginkonu Suarez, á hjartnæman hátt þegar ljóst var að eiginmenn þeirra væru ekki lengur í sama liðinu. Antonela og Sofia hafa verið bestu vinkonur undanfarin sex ár, eða síðan Suarez kom til Barcelona. Fjölskyldurnar bjuggu nálægt hvor annarri og fóru reglulega saman í frí.
„Vinkona mín, systir mín… takk fyrir öll árin okkar saman,“ skrifaði Antonela á Instagram til vinkonu sinnar. „Ég get ekki sagt þér hversu mikið, hversu rosalega mikið ég á eftir að sakna þín og fjölskyldu þinnar. Takk fyrir allt saman! Við skulum vona að lífið færi okkur fleiri augnablik til að eyða tíma saman, ég er viss um að við eigum eftir að hittast aftur fljótlega! Ég elska þig og fjölskyldu þína. Ég óska þér alls hins besta.“
Sofia var ekki lengi að svara vinkonu sinni. „Þegar ég hélt að tárin mín væru búin sé ég þetta! Takk kærlega fyrir allt sem þú sagðir. Ég elska þig, ég dái þig,“ sagði Sofia.