fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Fyrst og fremst bálreiður yfir því að hann hafi farið til Íslands

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 18. september 2020 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ole Gunnar Solskjær stjóri Manchester United hefur í fyrsta sinn tjáð sig um heimskupör Mason Greenwood á Íslandi. Þessi 18 ára drengur braut sóttvarnarreglur þegar hann bauð íslenskri stúlku upp á hótel sitt í Reykjavík.

Greenwood og Phil Foden úr Manchester City voru reknir úr enska landsliðinu vegna þess. ,,Að sjálfsögðu tala ég við Mason og ég hef rætt við hann, það sem við ræðum er okkar á milli. Drengurinn átti frábært tímabil,“ sagði Solskjær.

Hann bað Gareth Southgate þjálfara Englands um að velja ekki þennan 18 ára dreng, hann þyrfti að fá hvíld en Solskjær hefur haldið Greenwood frá sviðsljósinu. Hann hefur ekki fengið að ræða við fjölmiðla en gerði það með enska landsliðinu.

„Ég og félagið höfum lagt mikið á okkur að gefa Mason tíma innan vallar og halda honum utan fjölmiðla. Svo er tímabilið á enda og við fáum tveggja vikna frí. Ég reyndi að gefa honum frí, við báðum um að hann yrði ekki valinn.“

Solskjær er reiður út í Southgate og enska landsliðið fyrir að hafa ekki hlustað á sig og komið Greenwood í þessa stöðu.

,,Hann er síðan í hópnum og fyrsta sem þeir gera er að senda hann á fréttamannafund. Við höfum gert það sem við getum til að veranda hann. Ég hef gert það sem ég get til að hjálpa honum, hann verður í lagi þegar hann kemst í daglega rútínu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hætta því að halda mínútu þögn vegna alþjóðlegra hörmunga

Hætta því að halda mínútu þögn vegna alþjóðlegra hörmunga
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

HK staðfestir ráðningu á Gunnari Heiðari – Arnar og Sigurður fylgja honum

HK staðfestir ráðningu á Gunnari Heiðari – Arnar og Sigurður fylgja honum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Amorim svarar gagnrýni Ronaldo á United

Amorim svarar gagnrýni Ronaldo á United
433Sport
Í gær

Horfir til betri vegar hjá Rooney

Horfir til betri vegar hjá Rooney
433Sport
Í gær

Grófu upp gamlar Twitter færslur frá nýkjörnum borgarastjóra í New York

Grófu upp gamlar Twitter færslur frá nýkjörnum borgarastjóra í New York