fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Pressan

Hrottalegt morðmál skekur Bretland – Örsmár hluti úr líkinu varð morðingjanum að falli

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 15. september 2020 22:30

Michael O'Leary. Mynd:Breska lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í lok janúar hvarf Michael O’Leary, 55 ára, sporlaust í Wales. Rannsókn lögreglunnar leiddi í ljós að hann hafði verið blekktur til að koma á afskekktan sveitabæ í Cwmffrwd í Carmarthenshire þar sem hann var myrtur. Nú standa yfir réttarhöld í málinu fyrir dómi í Wales.

Í umfjöllun Sky um málið segir að það sé Andrew Jones, 53 ára, sem er ákærður fyrir morðið sem hann er sagður hafa skipulagt vel. Saksóknari segir að Jones hafi ginnt O’Leary til að koma á sveitabæ, sem Jones á, þann 27. janúar síðastliðinn. Þar hafi hann myrt hann.

Fjölskylda O’Leary hafði áhyggjur af honum þegar hann skilaði sér ekki heim úr vinnu. Hún hafði samband við lögregluna eftir að sms barst frá honum þar sem stóð: „Mér þykir þetta leitt x.“

Lögreglan fann síðan bíl hans í Carmarthen og það leiddi hana síðan að Jones. Lík O‘Leary hefur ekki fundist en hins vegar fannst lítill bútur úr þörmum hans heima hjá Jones en hann býr ekki á sveitabænum. Rannsókn á erfðaefni leiddi í ljós að búturinn er úr O‘Leary.

Saksóknari sagði í gær að rannsóknin hafi einnig leitt í ljós að búið var að brenna líkamshlutann og því megi ganga út frá því að Jones hafi brennt líkið. Saksóknarinn sagði að ástæðan fyrir morðinu sé að O‘Leary átti í ástarsambandi við eiginkonu Jones.

Jones neitar að hafa myrt hann og heldur því fram að O´Leary hafi óvart verið drepinn af öðrum en Jones hafi verið viðstaddur.

Réttarhöldin halda áfram næstu daga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ein helsta stuðningskona Trump á þingi sökuð um að vera vinstrisinnuð

Ein helsta stuðningskona Trump á þingi sökuð um að vera vinstrisinnuð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Það er hægt að sigra popúlista og öfgahægrihreyfingar“

„Það er hægt að sigra popúlista og öfgahægrihreyfingar“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar

Fannst látin á einangraðri eyju eftir að skemmtiferðaskip lagði af stað án hennar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing