fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Rússneskir tölvuþrjótar reyndu að brjótast inn í tölvur kosningabaráttu Joe Biden

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. september 2020 19:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneskir tölvuþrjótar, sem eru á mála hjá rússneska ríkinu, reyndu að sögn að brjótast inn í tölvukerfi fyrirtækis sem starfar fyrir kosningaframboð Joe Biden. Microsoft er sagt hafa varað fyrirtækið við þessu.

Tölvuþrjótarnir eru sagðir hafa beint spjótum sínum að fyrirtækinu SKDKnickerbocker, sem vinnur við samskiptamál og skipulagningu kosningabaráttunnar, undanfarna tvo mánuði. Fyrirtækið starfar einnig fyrir fleiri demókrata.

Þrjótunum tókst þó ekki að komast í gögn fyrirtækisins en það er sagt vera með mjög góðar varnir gegn tölvuþrjótum.

Ekki er vitað hvort Biden var sjálft skotmark árásanna eða einhverjir aðrir viðskiptavinir fyrirtækisins. Bandarískar leyniþjónustustofnanir hafa varað við að erlend ríki muni gera tilraunir til að blanda sér í baráttuna fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Það var einmitt það sem Rússar gerðu fyrir forsetakosningarnar 2016 þegar þeir stálu miklu magni gagna frá kosningaframboði Hillary Clinton.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast

Sagan sem snart heimsbyggðina – Robbie Middleton má aldrei gleymast
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld

Settu tennisbolta í þvottavélina – Ástæðan er algjör snilld
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eigandi nuddstofu grípur til aðgerða og bannar karlmenn – Ástæðan er þessi

Eigandi nuddstofu grípur til aðgerða og bannar karlmenn – Ástæðan er þessi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi