fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Margrét segir að Þjóðkirkjan sé að skemmta skrattanum – „Þau ætla að festa þessa mynd á strætó“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 9. september 2020 12:00

Margrét Friðriksdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þeir eru bara búin að gera nokkurs konar frík úr Jesú,“ sagði Margrét Friðriksdóttir frumkvöðlafræðingur í viðtali í Harmageddon á X-inu 977 í gær.

„Við getum ekki sagt það, Margrét, við getum ekki sagt að fólk sem er trans eða hán sé frík,“ sagði Máni Pétursson, þáttastjórnandi Harmageddon, eftir þessi ummæli Margrétar. Margrét segir að Jesú hafi ekki verið svona í alvörunni og því sé hann frík á þessari mynd. „Hann er bæði með kvenmannsbrjóst og karlmannsskegg og svo er hann með varalit. Þetta er ekki neitt í samræmi við það hvernig Jesú kristur sjálfur var.“

Frosti spyr þá Margréti hvernig hún geti vitað hvernig Jesú hafi litið út, þar sem rúmlega 2000 ár eru liðin síðan hann er sagður hafa gengið um á þessari jörð. „Jesú var karlmaður og hann var sonur guðs. Það eru gífarlega mikið af lýsingum af honum í biblíunni og þar er ekkert sem gefur til kynna að hann hafi litið á sig sem eitthvað annað en karlmann,“ segir Margrét.

„Þau ætla að festa þessa mynd á strætó“

Samkvæmt Margréti er Þjóðkirkjan með þessari mynd og texta sem fylgir henni að segja að kirkjan sé ekki einungis fyrir hvíta og gagnkynjaða karlmenn. „Þeir [hvítir gagnkynhneigðir karlmenn] virðast vera rót alls ills og nú er þessi PC fnykur búinn að færa sig yfir í Þjóðkirkjuna,“ segir hún.

Þáttastjórnendurnir segja þá við Margréti að hún sé að fara með rangt mál. Markmiðið með myndinni hafi verið að sleppa staðalmyndum og sýna að kristur sé allra en ekki bara fyrir hvíta gagnkynjaða karlmann.

Margrét segir þó að það þurfi ekki að breyta Jesú svo þetta komi í gegn. „Það þarf ekki að afskræma Jesú krist og úrkynja hann til að koma þeim skilaboðum til skila. Það er röng nálgun,“ segir Margrét og tekur fram að fólkið sem er hvað mest ánægt með myndina sé það sem er trúlaust.  „Ég get ekki betur séð en að Þjóðkirkjan sé þarna að skemmta skrattanum,“ segir hún.

Myndin sem um ræðir tengist auglýsingu fyrir sunnudagaskóla kirkjunnar sem er fyrir börn. Margrét hefur áhyggjur af þessu. „Börnin eru viðkvæmur hópur,“ segir hún og fullyrðir að Þjóðkirkjan ætli að ganga lengra með myndina og nota hana í auglýsingaherferð. „Þau ætla að festa þessa mynd á strætó,“ segir hún.

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Er þetta versta stefnumót sögunnar? Frábært kvöld þar til hún þurfti að fara á klósettið

Er þetta versta stefnumót sögunnar? Frábært kvöld þar til hún þurfti að fara á klósettið
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Mörg þúsund flugvélar hafa orðið fyrir alvarlegri truflun – Böndin beinast að Rússlandi

Mörg þúsund flugvélar hafa orðið fyrir alvarlegri truflun – Böndin beinast að Rússlandi
Fréttir
Í gær

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun
Fréttir
Í gær

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda