fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Pressan

„Heimurinn gæti líkst því sem hann var árið 1900“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. september 2020 21:10

Robert Zoellick. Mynd: EPA/DENNIS M. SABANGAN

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Deilur Bandaríkjanna og Kína eru alvarleg ógn við efnahag heimsins að mati Robert Zoellick, fyrrum forseta Alþjóðabankans og aðalsamningamanns Bandaríkjanna á sviði utanríkismála.

„Heimurinn gæti líkst því sem hann var árið 1900, þar sem stórveldin áttu í harðri samkeppni og það gekk ekki svo vel,“

sagði hann í samtali við BBC Asia Business Report. Hann benti á að viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína sé mikil ógn við þá baráttu sem nú er háð um að snúa ástandinu í alþjóðaefnahagsmálum við en það hefur verið slæmt vegna kórónuveirufaraldursins.

Að mati Zoellick er eina lausnin sú að Bandaríkin og Kína grafi stríðsöxina og vinni saman að því að snúa þróuninni við.

Zoellick var ráðgjafi sex Bandaríkjaforseta á ferli sínum og forseti Alþjóðabankans frá 2007 til 2012 en þá gætti áhrifa efnahagshrunsins 2008 mjög.

„Ég tel að sambandið (milli Bandaríkjanna og Kína, innskot blaðamanns) sé í frjálsu falli og ég held að við höfum ekki enn náð botninum og þetta er hættuleg staða,“

sagði hann við BBC. Hann sagði einnig að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, eigi mestu sökina á slæmu sambandi ríkjanna. Hann sagði einnig að hann telji að Trump skorti hæfileika til að leiða Bandaríkin í gegnum faraldurinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk gekk of langt – Ríkisstarfsmenn endurráðnir eftir 7 mánaða frí á fullum launum

Elon Musk gekk of langt – Ríkisstarfsmenn endurráðnir eftir 7 mánaða frí á fullum launum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnanlegt myndband sýnir þegar hótelgestir áttu fótum sínum fjör að launa

Óhugnanlegt myndband sýnir þegar hótelgestir áttu fótum sínum fjör að launa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Samsæriskenning um skotmann Charlie Kirk – Er eitthvað gruggugt við samtalið við herbergisfélagann?

Samsæriskenning um skotmann Charlie Kirk – Er eitthvað gruggugt við samtalið við herbergisfélagann?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Spjallmenni taldi sig vera að ræða við barn og sagði því að myrða föður sinn og skera undan sér

Spjallmenni taldi sig vera að ræða við barn og sagði því að myrða föður sinn og skera undan sér
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rotnandi lík fannst í bifreið þekkts söngvara – Netverjar benda á að málið er enn óhugnanlegra en það virtist í fyrstu

Rotnandi lík fannst í bifreið þekkts söngvara – Netverjar benda á að málið er enn óhugnanlegra en það virtist í fyrstu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Berserksgangur á bókasafninu – Skemmdarverk í skóla kosta 6 milljónir

Berserksgangur á bókasafninu – Skemmdarverk í skóla kosta 6 milljónir