fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Vilhjálmur telur Arnfríði vanhæfa til að dæma í málum skjólstæðinga hans

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 3. september 2020 07:58

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður, krefst þess að Arnfríður Einarsdóttir, dómari við Landsrétt, víki sæti í tveimur málum sem hann rekur fyrir Landsrétti. Um er að ræða mál Oddnýjar Arnarsdóttur og Hildar Lilliendahl sem voru dæmdar til að greiða tveimur skjólstæðingum Vilhjálms bætur vegna ummæla sem þær létu falla um þá haustið 2015 í svokölluðu Hlíðamáli.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Málunum var áfrýjað til Landsréttar síðasta haust og var þeim úthlutað til dómara 29. júní. Þá var ekki tilkynnt hver yrði þriðji dómarinn í málinu. Þann 13. júlí var Vilhjálmi tilkynnt að Arnfríður yrði þriðji dómari málsins en þá var nýbúið að skipa hana dómara við réttinn en það var í annað sinn sem hún fékk slíka skipun.

Í kröfu Vilhjálms er vísað til dóms Mannréttindadómstóls Evrópu, í máli Guðmundar Andra Ástráðssonar, frá því á síðasta ári en hann kvað þá upp úr um að Arnfríður væri ekki lögmætur handhafi dómsvalds þar sem skipun hennar hefði ekki uppfyllt skilyrði Mannréttindasáttmálans um réttláta málsmeðferð fyrir óvilhöllum og sjálfstæðum dómstólum. Arnfríður tók ekki þátt í dómsstörfum við Landsrétt eftir að dómurinn var kveðinn upp. Hún sótti síðan um lausa stöðu við réttinn fyrr á árinu þrátt fyrir að vera með skipun til setu í honum. Henni var veitt lausn úr því embætti í aðdraganda þess að hún var skipuð dómari á nýjan leik þann 1. júlí síðastliðinn.

Fréttablaðið segir að í kröfu Vilhjálms til Landsréttar segi meðal annars:

„Afstaða Arnfríðar til mín persónulega vegna þessara lögmannsstarfa minna í þágu umbjóðanda míns, Guðmundar Andra Ástráðssonar, er að mínu mati ekkert leyndarmál enda hefur hún ekki farið leynt með þá skoðun sína og viðrað hana víða. Það sama á við um eiginmann Arnfríðar, Brynjar Níelsson.“

Af þessu leiðir, að sögn Vilhjálms, að Arnfríði bresti hæfi til að dæma í fyrrgreindum málum enda eigi skjólstæðingar Vilhjálms „skýlausan og ótvíræðan rétt á því að málin fái réttláta málsmeðferð fyrir sjálfstæðum og óhlutdrægum dómstól“.

Málflutningur um kröfu Vilhjálms fer fram í Landsrétti 28. september og munu dómararnir þrír síðan úrskurða um hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns