fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
433Sport

Knattspyrnugoðsögn hraunar yfir íslenskan landsliðsmann – „Ég veit ekki hvort þú tókst eftir því…“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 27. ágúst 2020 09:48

De Boer í þættinum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson bjargaði AZ Alkmaar í undankeppni Meistaradeildarinnar í gær en hann skoraði tvö mörk í uppbótartíma. Þrátt fyrir þessa frammistöðu var knattspyrnugoðsögnin Ronald de Boer ekki sáttur með Albert en hann hraunaði yfir hann í spjallþætti eftir leikinn.

De Boer var sérfræðingur í spjallþætti eftir leikinn en þar gagnrýndi hann Albert harðlega eftir að viðtal við landsliðsmanninn var spilað. „Ég veit ekki hvort þú tókst eftir því en hann var búinn að setja eyrnalokka í sig fyrir viðtalið. Þannig að hann fór strax í búningsklefann eftir leikinn, setti eyrnalokkana í sig og það án þess að fara í sturtu,“ sagði de Boer.

Þá gagnrýndi de Boer einnig það að Albert talaði á ensku í viðtalinu, þrátt fyrir að hafa verið að spila í Hollandi síðan árið 2013 eða í 7 ár. „Hann talar ekki hollensku eftir sjö ár, það segir eitthvað um hugarfar þessa drengs. Ég hef það á tilfinningunni að hann sé upptekinn af öðrum hlutum. Ég gaf viðtal á spænssku í Barcelona þegar ég var búinn að vera þar í fjóra mánuði,“ segir de Boer en hann spilaði með Barcelona í kringum síðustu aldamót.

Kenneth Perez, annar sérfræðingur þáttarins og fyrrum atvinnumaður sem spilaði lengi í Hollandi, tekur undir með de Boer. „Þetta er ótrúlegt, þetta sýnir hugarfar hans. Þegar þú kemur til nýs lands þá viltu tengja, þú vilt vita hvað er verið að segja í búningsklefaanum. Hann tekur auðveldustu leiðina og hugsar að allir tali ensku, en það vilja allir tala hollensku.“

Í lokin hraunar de Boer yfir Albert. Hann segir það valda honum vanlíðan að Albert sé strax farinn að vinna með eyrnalokkana. „Auðvitað fjarlægist hann stjörnurnar. Þetta er fáránlegt, þetta er í rauninini bara alveg fáranlegt. Að lokum endar hann sem varamaður hjá AZ Alkmaar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Slæmar fréttir af Ödegaard frá Noregi

Slæmar fréttir af Ödegaard frá Noregi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ten Hag hafnaði stóru starfi

Ten Hag hafnaði stóru starfi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Steven Gerrard á blaði fyrir áhugavert starf sem var að losna

Steven Gerrard á blaði fyrir áhugavert starf sem var að losna
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Voru að taka upp myndband af sér í sleik þegar þetta gerðist – Voru agndofa yfir því hver var mættur á svæðið

Voru að taka upp myndband af sér í sleik þegar þetta gerðist – Voru agndofa yfir því hver var mættur á svæðið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kennir leikmönnum Liverpool um erfiða byrjun Florian Wirtz

Kennir leikmönnum Liverpool um erfiða byrjun Florian Wirtz
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Íslenskt teymi í Belfast

Íslenskt teymi í Belfast
433Sport
Í gær

Gætu losað Sancho fyrr – Áhugi frá hans fyrrum félagi

Gætu losað Sancho fyrr – Áhugi frá hans fyrrum félagi
433Sport
Í gær

Draga sig úr enska landsliðshópnum – Leikmenn Chelsea og Manchester City koma inn

Draga sig úr enska landsliðshópnum – Leikmenn Chelsea og Manchester City koma inn