fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Spilaði fótbolta án þess að vera með hijab – Á fangelsisrefsingu yfir höfði sér – Þorir ekki að snúa heim

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. desember 2017 07:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íranska knattspyrnukonan Shiva Amini, 28 ára, hefur verið útilokuð frá íranska knattspyrnulandsliðinu eftir að hún birti myndband þar sem hún sést spila fótbolta íklædd stuttbuxum og ekki með höfuðklæðnaðinn hijab. Hún á fangelsisrefsingu yfir höfði sér í heimalandinu. Hún þorir ekki heim og hefur nú sótt um hæli í Sviss.

Amini birti myndirnar af sér á Instagram í mars en þá var hún í fríi í Sviss og spilaði fótbolta með körlum, íklædd stuttbuxum og ekki með hijab. Þetta vakti mikil og hörð viðbrögð í Íran og hún var útilokuð frá landsliðinu og fær aldrei að spila með því. Hún má heldur ekki spila í deildarkeppninni þar í landi.

Í Íran er konum með öllu óheimilt að iðka íþróttir nema þær séu með hijab. Þær mega heldur ekki vera í stuttbuxum og ekki stunda íþróttir með karlmönnum.

Málið hefur undið upp á sig og nú hefur Amini sótt um hæli í Sviss en hún þorir ekki heim til Írans enda á hún fangelsisrefsingu yfir höfði sér þar í landi.

Fjölskylda hennar sætir nú rannsókn íranskra yfirvalda og er ofsótt í því skyni að knýja fram upplýsingar um hvar Amini er en hún er sögð dvelja á leynilegum stað í Sviss.

Í samtali við Daily Mail sagði Amini að hún telji að hijab eigi ekki að skipta íþróttakonur máli en það virðist hinsvegar skipta þá sem stýra knattspyrnumálum í Íran miklu máli. Íranska knattspyrnusambandið sagði Amini að þar sem hún væri liðsmaður opinbers liðs hefði hún engan rétt til að sleppa því að nota hijab, ekki einu sinni erlendis. Íran væri íslamskt ríki. Það eitt að hún hefði spilað með körlum hefði nægt til að hún hefði verið útilokuð frá landsliðinu, hefði þá engu skipt þótt hún hefði verið með hijab.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum