fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Pressan

Hneyksli skekur leyniþjónustu danska hersins – Yfirmenn reknir og þingmenn brjálaðir

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 25. ágúst 2020 07:00

Mörg erlend ríki stunda njósnir í Danmörku.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórt hneykslismál skekur nú leyniþjónustu danska hersins. Í gær var tilkynnt að forstjóra leyniþjónustunnar og tveimur öðrum yfirmönnum hefði verið vikið úr starfi. Þetta gerði varnarmálaráðuneytið eftir að hafa fengið skýrslu frá eftirlitsnefnd með starfsemi leyniþjónustustofnana (TET). Fyrrum yfirmanni leyniþjónustunnar, sem átti að taka við stöðu sendiherra í Þýskalandi á næstunni, var einnig vikið frá störfum í gær og er ljóst að sendiherrastöðudraumur hans er úti.

Í skýrslunni kemur fram að síðustu sex ár hafi leyniþjónustan leynt TET upplýsingum eða veitt rangar upplýsingar um starfsemi sína. Meðal annars leyndi leyniþjónustan því að hún hefði njósnað um danska ríkisborgara og aðstoðað aðra við að afla upplýsinga um þá. Einnig virðist leyniþjónustan hafa beitt ólöglegum aðferðum við störf sín.

Óhætt er að segja að stjórnmálamenn hafi ekki tekið þessum fréttum vel og krefjast margir hverjir ítarlegrar rannsóknar á málinu og hreinsana hjá leyniþjónustunni.

Dennis Flydtkjær, fulltrúi Danska þjóðarflokksins í leyniþjónustunefnd þingsins, sagði í samtali við Jótlandspóstinn að ef rétt reynist sé um sérstaklega gróft mál að ræða og það verði að fylgja því eftir, bæði pólitískt og með brottrekstri. Það sé næstum enn alvarlegra að leyniþjónustan hafi, að því er virðist, njósnað um danska ríkisborgara eða hjálpað öðrum að komast yfir gögn um Dani.

Karina Lorentzen Dehnhardt, fulltrúi SF í nefndinni, tók í sama streng og sagðist vera brugðið vegna málsins. Málið sé til þess fallið að grafa undan trausti á leyniþjónustustofnunum landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Er þetta nýjasta Airbnb-svindlið? – Grunsamlegar myndir sendar með bótakröfu

Er þetta nýjasta Airbnb-svindlið? – Grunsamlegar myndir sendar með bótakröfu
Pressan
Í gær

Móðir ráðvillt þegar tveggja ára sonur kvartar yfir sónarmynd – „Of hátt“

Móðir ráðvillt þegar tveggja ára sonur kvartar yfir sónarmynd – „Of hátt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikur í Leeds: Kona grunuð um morð á þriggja ára barni

Harmleikur í Leeds: Kona grunuð um morð á þriggja ára barni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“