fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fókus

Reyna við Skaupið – „Þessi Þórólfur hann er svo skrítinn! Hann er alltaf að skamma mann“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 23. ágúst 2020 15:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikaraparið Þuríður Blær Jóhannsdóttir og Guðmundur Felixsson birtu skemmtilegt myndband á Facebook í gær. Myndbandinu er ætlað að fræða ungt fólk um COVID  en á sama tíma vera tilraun þeirra til að fá að semja lokalagið í Áramótaskaupinu 2020.

Þuríður og Guðmundur syngja nýjan texta við Lagið um það sem er bannað, sem verður að teljast nokkuð viðeigandi í sóttvarnarsamfélaginu sem við búum í um þessar mundir.

Í nýjum texta þeirra er farið yfir það sem er bannað í dag. Syngja þau meðal annars:

„Það má ekki djamma fram á nótt, 
Og ekki horfa á KR vinna Þrótt.“ 

Síðan er fjallað um grímuskylduna og að fundir þurfi allir að fara fram í gegnum síma og svo kemur viðlagið:

„Þessi Þórólfur hann er svo skrítinn. 
Hann er alltaf að skamma mann
Þó maður spritti hendurnar
Hann er alltaf að skamma mann“ 

Í næsta erindi er vikið að máli Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem fór á eftirminnilegt vinkonudjamm um síðustu helgi og hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir.

„Ef ég fer á smá vinkonudjamm
Þá segir þjóðin við mig „nei skamm!“

Í athugasemdum er parið hvatt til að fjölga erindum í laginu og greinilega margir sem styðja þá hugmynd að þetta verði lokalagið í Skaupinu. Nú verður fróðlegt að sjá hvort sú verði raunin.

„Þríeykið vill fá meiri Covidfræðslu til unga fólksins: Hérna er okkar framlag“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sveindís hitti loks líffræðilega móður sína þegar hún var kistulögð –„Þegar ég horfði niður í kistuna sá ég sjálfa mig“

Sveindís hitti loks líffræðilega móður sína þegar hún var kistulögð –„Þegar ég horfði niður í kistuna sá ég sjálfa mig“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég fann að ég er nógu sterk til þess að standa með sjálfri mér og berjast“

„Ég fann að ég er nógu sterk til þess að standa með sjálfri mér og berjast“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlíf með kærastanum er ótrúlegt – En það sem hún fann í tölvunni sneri veröld hennar á hvolf

Kynlíf með kærastanum er ótrúlegt – En það sem hún fann í tölvunni sneri veröld hennar á hvolf
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kogga og Magnús giftu sig á dánarbeði hans – „Hann náði að segja já, svo var hann farinn“

Kogga og Magnús giftu sig á dánarbeði hans – „Hann náði að segja já, svo var hann farinn“