fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Pressan

Bróðir Donald Trump lést í gær

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 16. ágúst 2020 07:24

Donald og Robert Trump. Mynd:Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Robert Trump, yngri bróðir Donald Trump Bandaríkjaforseta, lést í gær 72 ára að aldri. Forsetinn skýrði frá þessu í tilkynningu í gærkvöldi. Forsetinn heimsótti bróður sinn á Presbyterian sjúkrahúsið í New York á föstudaginn.

Við komuna á sjúkrahúsið var Trump með andlitsgrímu og stoppaði í um 45 mínútur hjá bróður sínum. Því næst hélt hann til Bedminster í New Jersey þar sem hann hélt fréttamannafund.

Ekki hefur verið skýrt frá dánarorsökinni en bandarískir fjölmiðlar segja að Robert hafi verið alvarlega veikur um hríð. Hann var tveimur árum yngri en forsetinn. Hann var kaupsýslumaður og tók þátt í rekstri fasteignaveldis fjölskyldunnar.

„Það er með þungu hjarta að ég skýri frá því að bróðir minn, Robert, lést í kvöld. Hann var ekki bara bróðir minn, hann var besti vinur minn. Hans verður sárt saknað en við hittumst aftur. Minning hans mun lifa í hjarta mínu að eilífu. Robert ég elska þig. Hvíldu í friði.“

Segir í yfirlýsingu forsetans. Þess er vænst að hann muni mæta í útför Robert þrátt fyrir að hann sé með stífa dagskrá alla daga.

Robert Trump var þekktur fyrir að vera Donald Trump mjög trúr og tryggur. Í júlí hafði hann betur fyrir dómi í máli gegn bróðurdóttur þeirra, Mary Trump, og fékk lögbann sett á útgáfu bókar Mary um forsetann og fjölskylduna en óhætt er að segja að þar séu ekki fagrar lýsingar á forsetanum og fleiri fjölskyldumeðlimum. Áfrýjunardómstóll hnekkti lögbanninu síðan og var bókin því gefin út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hans var saknað í 26 ár: Fannst á lífi 200 metrum frá heimili sínu

Hans var saknað í 26 ár: Fannst á lífi 200 metrum frá heimili sínu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Meintur raðnauðgari handtekinn eftir 24 ár á flótta

Meintur raðnauðgari handtekinn eftir 24 ár á flótta
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“

Fólk áttar sig ekki á þessu – „Synir okkar eru bræður, frændur og tvíburar“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því

Fyrir einni milljón ára blönduðust tvær plöntur óvart og við njótum góðs af því