fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Rúnar segir að smitin séu að gerast í veislunum – „Ég vona að heilbrigðisráðherra átti sig á þessu“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 10. ágúst 2020 10:38

Rúnar Kristinsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, ræddi við Fótbolta.net um stöðu mála en KR var um helgina dregið gegn skoska liðinu Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar. KR hefur ekki spilað leik síðan í lok júlí og þá hefur liðið ekki mátt æfa saman, allt vegna kórónuveirunnar.

„Ef þú getur ekki spilað fótbolta þá er erfitt að byrja allt í einu, þá er þetta eins og vorleikur. Við verðum að líkja æfingum okkar eftir leik, en það er alltaf mjög erfitt. Við munum gera okkar besta til að hafa liðið í standi til að ná í hagstæð úrslit. Við viljum alla vega skila góðu verkefni frá okkur,“ sagði Rúnar og skorar síðan á Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að leyfa fótboltanum að halda áfram.

„Við höldum áfram að æfa eins og öll lið í Pepsi Max-deildinni eru að gera, með þessari tveggja metra reglu,“ segir Rúnar „Ég held að það séu ekki margir að virða hana þó menn séu að reyna eftir fremsta magni. Það hafa engin smit á Íslandi komið upp í fótboltaleikjum eða á fótboltaæfingum á Íslandi. Það hafa engin smit komið upp í fótboltaleikjum á Englandi, Þýskalandi, Spáni og Ítalíu. Það er með ólíkindum að við séum ekki að spila hér.“

Rúnar segir að fótboltamenn á meginlandinu fari á fótboltaæfingar, hugsi vel um sig og spritti sig. „Við þjálfararnir erum búnir að vera ótrúlega duglegir í því að minna okkar leikmenn á að passa upp á sitt, við erum ítrekað að fara yfir þetta.“

Hann segir að það sé kannski ástæðan fyrir því að smitin eru ekki að gerast á fótboltavellinum. „Þau eru að gerast í veislunum,“ segir Rúnar. „Leikmenn verða að passa sig að fara ekki að fara í einhver partý, á barinn eða í stór samkvæmi. Ég vonast til að fá einn leik í Pepsi Max-deildinni áður en við förum í Evrópukeppnina.“

„Ég vona að hún átti sig á því hvar smitin eru“

Rúnar segir að KR haldi nú æfingar þar sem passað er upp á fjarlægð. „Við erum að passa upp á að menn eru ekki ofan í hvor öðrum, að menn dreifi sér vel. Við erum að hlaupa mikið og svo er hægt að vera með sendingaræfingar. Við höfum líka hent í spil þar sem eru sex á móti sex, átta á móti átta og þá kemur örlítil snerting. Svona er þetta alls staðar út í heiminum og þá hefur það ekki verið vandamál.“

Þá bendir Rúnar á fáránleika þess að liðið megi ekki vera á æfingu en þeir gætu verið saman í líkamsrækt eða í sundi. „Leikmenn koma klæddir á æfingar. En eins fáránlegt og þetta er, þá gæti ég verið með alla leikmenn mína á æfingu í líkamsræktarstöð því þar mega 100 koma saman. Við getum líka farið í sund saman. Þetta snýst um það að halda tveggja metra reglunni. Ég vona að heilbrigðisráðherra átti sig á þessu og breyti þessu. Ég vona að hún átti sig á því hvar smitin eru því þau eru á öðrum stöðum en fótboltavöllunum,“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Telur það glæpsamlegt ef United skoðaði þetta ekki í sumar

Telur það glæpsamlegt ef United skoðaði þetta ekki í sumar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Umspilið í Lengjudeildinni hefst á morgun – Svona raðast þetta

Umspilið í Lengjudeildinni hefst á morgun – Svona raðast þetta
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fullyrðir að Víkingur hafi gert tilboð í Björgvin Brima

Fullyrðir að Víkingur hafi gert tilboð í Björgvin Brima
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hrafnkell reiður og kallar eftir því að Halldór verði rekinn úr Kópavoginum – „Þetta er orðið svo þreytt“

Hrafnkell reiður og kallar eftir því að Halldór verði rekinn úr Kópavoginum – „Þetta er orðið svo þreytt“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Endurkoma Jude Bellingham í kvöld

Endurkoma Jude Bellingham í kvöld
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Gavi ósáttur með Yamal og skipaði honum að setjast hjá sér

Sjáðu myndbandið – Gavi ósáttur með Yamal og skipaði honum að setjast hjá sér
433Sport
Í gær

Jóhann Ingi fær tækifæri í Meistaradeild unglinga

Jóhann Ingi fær tækifæri í Meistaradeild unglinga
433Sport
Í gær

Sjáðu helstu tilþrif Onana í fyrsta leik í Tyrklandi – Fær mikið lof fyrir frammistöðu sína

Sjáðu helstu tilþrif Onana í fyrsta leik í Tyrklandi – Fær mikið lof fyrir frammistöðu sína