fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Slasað barn á Hvolsvelli fékk engan sjúkrabíl

Auður Ösp
Mánudaginn 11. desember 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er skelfileg staða í þessu sveitarfélagi og það á við um alla sýsluna,“ segir Baldur skólabílstjóri og íbúi í Rangárþingi Eystra en hann gagnrýnir harðlega að þar skuli ekki vera til staðar staðbundin sjúkrabílaþjónusta. Hátt í 200 manns hafa deilt Facebook-færslu Baldurs frá því á fimmtudag en þar segir hann frá því að þjónusta HSU hafi ekki verið til staðar á ögurstundu.

„Í gær um hádegið var slys í Hvolsskóla þega nemandi datt á svelli og fékk mjög slæmt höfuð högg. Hringt var á heilsugæsluna á Hvolsvelli, þar var staðan sú að læknirinn var á fundi á Hellu og hjúkrunarfræðingur ekki við og var viðkomandi bent á að hringja í 112 og fá sjúkrabíl. Engin sjúkrabíll í Rangárþingi – hann var staddur á Selfossi,“ segir Baldur og bætir við á öðrum stað:

„Er ekki rétt að fara að ráða manneskju yfir HSU sem sér út fyrir lóðamörkin á Selfossi? Þetta verður að laga.“

Ný Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) varð til þegar sameinaðar voru heilsugæslur og sjúkrahús á Suðurlandi og nú síðasta sameining við Vestmannaeyjar og Höfn. Rekur HSU tvær heilsugæslustöðvar í Rangárþingi sem staðsettar eru á Hellu og Hvolsvelli og eiga þær stöðvar að þjóna allri Rangárvallasýslu. Samkvæmt fyrirkomulagi á að taka á mótu öllum slysum og bráðatilfellum á afgreiðslutíma heilsugæslunnar en eftir kl. 16 á virkum dögum og um helgar fer öll almenn móttaka fram á heilsugæslunni og bráðamóttökunni á Selfossi.

Baldur Ólafsson.
Baldur Ólafsson.

„Venjulega er þrír læknar á staðnum en þeir eru allir á Hellu þegar þetta gerist. Ég veit ekki hversu margir hjúkrunarfræðingar eru að vinna hérna en enginn af þeim var á Hvolsvelli á þessum tíma,“ segir Baldur í samtali við DV.is.

Hann bætir við að barnið sem um ræðir hafi blessunarlega ekki slasast alvarlega en það var flutt á Selfoss og þaðan til Reykjavíkur til aðhlynningar. Hann spyr sig þó hvernig hlutirnir hefðu farið ef um hefði verið að ræða bráðatilfelli á borð við heilablæðingu.

Hvolsvöllur.
Hvolsvöllur.

Hann gagnrýnir að heilsugæslustöðvarnar á Suðurlandi séu reknar sem eitt stórt „batterí“ eins og hann orðar það.

„Við verðum að fá fastráðna sjúkrabílaþjónustu og það þarf að auka þjónustuna á heilsugæslustöðvunum okkar. Hvað gerist ef að það verðurstórt útkall eða ef það verður árekstur og það er enginn sjúkrabíll eða læknir á staðnum?

Hér eru 1800 manns sem búa í þessu sveitarfélagi, við erum með tvo vinnustaði sem eru með hátt í 150 manns hvor auk þess sem við erum með leikskóla þar sem dvelja yfir 100 börn. Fyrir utan það er þetta eitt stærsta landbúnaðar og ferðamannahéraðið,“ segir Baldur og bendir á að svipað ástand sé á Hellu.

„Fólk er bara orðið yfir sig þreytt á þessu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Telja að 450.000 rússneskir hermenn hafi fallið eða særst

Telja að 450.000 rússneskir hermenn hafi fallið eða særst
Fréttir
Í gær

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda
Fréttir
Í gær

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra