fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Fréttir

ÁTVR færir öryggismálin til Securitas

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 6. ágúst 2020 15:52

Myndin er aðsend og sýnir forsvarsmenn fyrirtækjanna við undirritun samningsins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, ÁTVR, hefur ákveðið að færa öryggismál sín frá Öryggismiðstöðinni til Securitas.

Hafa ÁTVR og Securitas gert með sér samning um að Securitas taki yfir öryggismál fyrirtækisins en samningurinn er til næstu fjögurra ára og nær yfir heildaröryggismál ÁTVR, það er vöktun, gæslu og öryggisráðgjöf, ásamt tæknilegri þjónustu við fyrirtækið í heild.

„Við erum mjög ánægð með að ÁTVR hafi valið okkur sem samstarfsaðila í öryggismálum fyrirtækisins. ÁTVR gerir kröfur um hámarksgæði og fagmennsku hjá sínum samstarfsaðilum sem er í takt við þá þjónustu sem við veitum okkar viðskiptavinum. Securitas veitir fjölbreytta ráðgjöf og þjónustu í öryggismálum sem var einn að lykilþáttum að ÁTVR valdi okkur sem samstarfsaðila,“ segir Fannar Örn Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri Sölu- og þjónustusviðs hjá Securitas.

Rúmlega 500 manns starfa hjá ÁTVR en alls eru reknar 51 verslanir undir merkjum Vínbúðarinnar um allt land.

„Við hjá ÁTVR erum ánægð með að samningurinn við Securitas er í höfn en öryggismálin eru eðlilega mikilvægur hlekkur í daglegum rekstri okkar. Það er því nauðsynlegt að allt sé eins og best verður á kosið í þeim efnum og við trúum því að með samningnum höfum við tekið farsælt skref í öryggismálunum,“  segir Sveinn Vikingur Árnason, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs ÁTVR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

Marko fékk þungan dóm
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Gísli leggur til breytingar á erfðafjárskattinum – „Með þessari leið mætti slá tvær flugur í einu höggi”

Gísli leggur til breytingar á erfðafjárskattinum – „Með þessari leið mætti slá tvær flugur í einu höggi”
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

„Ég er frjáls!“ segir Sigríður – Steinar vill líka frelsi, frá Sigríði

„Ég er frjáls!“ segir Sigríður – Steinar vill líka frelsi, frá Sigríði
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Gunnar Gíslason er lögmaðurinn sem sat í gæsluvarðhaldi – Segir að kona sín og börn hafi mátt þola ólöglega innrás

Gunnar Gíslason er lögmaðurinn sem sat í gæsluvarðhaldi – Segir að kona sín og börn hafi mátt þola ólöglega innrás
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Mörgum brugðið við nýja þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna – Segir að hún eigi ekki að koma á óvart

Mörgum brugðið við nýja þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna – Segir að hún eigi ekki að koma á óvart
Fréttir
Í gær

Lögmaðurinn laus úr haldi og segir ásakanirnar fjarstæðukenndar – „Er bara andlega í molum“

Lögmaðurinn laus úr haldi og segir ásakanirnar fjarstæðukenndar – „Er bara andlega í molum“
Fréttir
Í gær

Hjúkrunarfræðingur fór í hart – Fékk ekki að taka yfirvinnutíma út í fríi og heldur ekki að fá þá greidda

Hjúkrunarfræðingur fór í hart – Fékk ekki að taka yfirvinnutíma út í fríi og heldur ekki að fá þá greidda