fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Lengjudeildin: Gary Martin gekk frá Þrótturum með þrennu – Leiknir aftur á toppinn

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 27. júlí 2020 21:44

Gary Martin

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í dag. Þróttur gerði sér ferð til ÍBV í Vestmannaeyjum og Afturelding bauð Leikni R. í Mosfellsbæinn.

Hér fyrir neðan má sjá úrslit kvöldsins:

ÍBV 3-0 Þróttur

Stuttu fyrir hlé virtist sem að bæði lið færu markalaus inn í seinni hálfleikinn en Gary Martin kom í veg fyrir það með marki fyrir ÍBV á 43. mínútu. Þróttur, sem hefur einungis fengið 1 stig í sumar, náði ekki að jafna leikinn í seinni hálfleik. Gary Martin gat hins vegar skorað meira en á 86. mínútu kom hann ÍBV í 2-0. Hann var þó enn hungraður í að skora og fullkomnaði þrennuna einungis fjórum mínútum síðar. Lokaniðurstaðan því 3-0 fyrir ÍBV.

Afturelding 2-3 Leiknir R.

Þegar sex mínútur voru frá upphafsflauti náði Vuk Dimitrijevic að koma Leiknismönnum yfir. Sólon Leifsson kom Leikni síðan í tveggja marka forystu stuttu fyrir hlé. Stuttu eftir hlé var Sólon aftur á ferðinni og skoraði þriðja mark Leiknismanna. Afturelding gafst þó ekki alveg upp en Kári Hlífarsson minnkaði muninn fyrir Aftureldingu á 50. mínútu. Andri Jónasson náði síðan að minnka muninn enn meira í uppbótartíma. Það dugði þó ekki til og endaði leikurinn með sigri Leiknis sem skríður aftur á topp Lengjudeildarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hætta því að halda mínútu þögn vegna alþjóðlegra hörmunga

Hætta því að halda mínútu þögn vegna alþjóðlegra hörmunga
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

HK staðfestir ráðningu á Gunnari Heiðari – Arnar og Sigurður fylgja honum

HK staðfestir ráðningu á Gunnari Heiðari – Arnar og Sigurður fylgja honum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Amorim svarar gagnrýni Ronaldo á United

Amorim svarar gagnrýni Ronaldo á United
433Sport
Í gær

Horfir til betri vegar hjá Rooney

Horfir til betri vegar hjá Rooney
433Sport
Í gær

Grófu upp gamlar Twitter færslur frá nýkjörnum borgarastjóra í New York

Grófu upp gamlar Twitter færslur frá nýkjörnum borgarastjóra í New York