fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Fast skotið á umdeilda eiginkonu knattspyrnumanns – Sökuð um að komast áfram með munnmökum

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 27. júlí 2020 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin umdeilda Wanda Icardi, eiginkona knattspyrnumannsins Mauro Icardi sem spilar með PSG í Frakklandi á láni, sló fast til baka í kjölfar athugasemdar á mynd hennar á samfélagsmiðlinum Instagram. The Sun greinir frá þessu.

Wanda, sem einnig er umboðsmaður Icardi, vakti mikla athygli í Argentínu þegar hún var með Icardi en hún var þá enn gift liðsfélaga hans í landsliðinu, Maxi Lopez. Þá var einnig fjaðrafok í kringum hana þegar Icardi var neyddur til að neita því að hún hafi átt aðild í því að gera kynlífsmyndband.

https://www.instagram.com/p/CDBkoJ9hGl4/

Athugasemdin sem um ræðir kom á mynd sem Wanda deildi með textanum „Innocent face“ eða „saklaust andlit“ á góðri íslensku. Í athugasemdinni er Wanda sökuð um að hafa notað munnmök til að komast áfram í lífinu. „Hvern hefði grunað að ein munnmök myndu koma þér þangað sem þú ert í dag?“ sagði í athugasemdinni. Wanda var þó ekki lengi að svara fyrir sig. „Ein munnmök? Ég geri það á hverju kvöldi. Af hverju prófar þú það ekki líka?“

https://www.instagram.com/p/CCuEIYwBZ-i/

Nýlega festi PSG kaup á Icardi en hann stóð sig vel á lánstímabilinu. Verðmiðinn á honum var nokkuð hár eða um 54 milljónir punda. Þá er sagt að í samningnum sé klásúla sem gefur Inter aukalega 13 milljónir punda ef Icardi fer næst til Juventus.

https://www.instagram.com/p/CDCtZXIhIiV/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Heilbrigðisyfirvöld kanna ástandið á nýjum heimavelli Barcelona – Staðfest berklasmit

Heilbrigðisyfirvöld kanna ástandið á nýjum heimavelli Barcelona – Staðfest berklasmit
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Linda Líf til Svíþjóðar

Linda Líf til Svíþjóðar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“

Van Dijk hafði engan áhuga á að ræða um Trent eftir sigurinn í gærkvöldi – „Nei“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Helgi og Egill að störfum í Sviss

Helgi og Egill að störfum í Sviss
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands