fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Pressan

Fundu leynilegan pyntingaklefa og fangelsi í Hollandi

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 10. júlí 2020 07:01

Pyntingarklefinn. Mynd:Hollenska lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hollenska lögreglan fann nýlega leynilegan pyntingaklefa og fangelsi í gámum rétt sunnan við Rotterdam. Upp komst um þetta í tengslum við umfangsmikla rannsókn frönsku og þýsku lögreglunnar á stórum skipulögðum evrópskum glæpasamtökum. Í heildina hafa rúmlega 800 verið handteknir víða um Evrópu í tengslum við rannsókn málsins.

Lögreglunni tókst að hlera símtöl meðlima glæpagengisins en þau fóru fram í gegnum forrit sem glæpamennirnir töldu vera öruggt vegna dulkóðunar. En lögreglunni tókst að brjótast inn í kerfið og hlera símtöl og fylgjast með samskiptum glæpamannanna.

Hollenska lögreglan lét síðan nýlega til skara skríða í vörugeymslu sunnan við Rotterdam. Þar voru sex handteknir. Í byggingunni voru sjö gámar og telur lögreglan að þeir hafi verið notaðir við fíkniefnasmygl. Í sex þeirra var búið að koma upp einhverskonar fangelsisaðstöðu, þar var hægt að binda fólk fast og loka inni. Í einum gámi var það sem lögreglan segir vera pyntingaklefa. Þar var tannlæknastóll sem hægt var að festa hendur og fætur fólks við. Einnig voru þar skæri, sagir, skurðhnífar og límband. Gámarnir voru hljóðeinangraðir og veggirnir klæddir álpappír til að ekki væri hægt að sjá inn í þá með hitamyndavélum. Í öllum gámunum voru hlekkir í gólfi og lofti.

Grunur leikur á að fólki hafi verið haldið föngnu og pyntað í gámunum og að lausnargjalds hafi verið krafist fyrir suma. Segir lögreglan að mannránin hafi verið vel skipulögð og hafi glæpamennirnir verið vopnaðir við þau, með fölsuð lögregluskilríki og lögreglubíla og íklæddir skotheldum vestum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsáhorfendur agndofa – Einstakur fundur föður og banamanns barna hans – Myndband

Sjónvarpsáhorfendur agndofa – Einstakur fundur föður og banamanns barna hans – Myndband
Pressan
Fyrir 2 dögum

Samfélagið í uppnámi eftir óhugnanlega frásögn móður – Er hún að segja satt?

Samfélagið í uppnámi eftir óhugnanlega frásögn móður – Er hún að segja satt?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fernt lagði af stað í gönguna – Þrennt sneri aftur

Fernt lagði af stað í gönguna – Þrennt sneri aftur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trudy var 11 ára þegar hún hvarf árið 1996 – Nú telur lögregla sig vita hvað gerðist

Trudy var 11 ára þegar hún hvarf árið 1996 – Nú telur lögregla sig vita hvað gerðist
Pressan
Fyrir 4 dögum

Víetnömskum veitingastað lokað eftir að hundakjöt fannst í frystinum

Víetnömskum veitingastað lokað eftir að hundakjöt fannst í frystinum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eru hótelherbergi alltaf jafn hrein og fullyrt er? Hvað segja hótelstarfsmenn?

Eru hótelherbergi alltaf jafn hrein og fullyrt er? Hvað segja hótelstarfsmenn?