fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Tveir leikir í efstu deild kvenna í kvöld: Nýliðaslagur í Hafnarfirði

Sóley Guðmundsdóttir
Mánudaginn 6. júlí 2020 13:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimmta umferð í efstu deild kvenna hefst í kvöld með tveimur leikjum. Valur tekur á móti Stjörnunni og FH tekur á móti Þrótti Reykjavík. Leikirnir hefjast klukkan 19:15.

Þremur leikjum í umferðinni hefur verið frestað vegna liða sem eru í sóttkví. Hjá Breiðablik, Fylki og KR eru allir leikmenn eða meirihluti leikmanna í sóttkví. Breiðablik og KR klára sóttkví í kvöld og Fylkir klárar annað kvöld. Hinir leikirnir í umferðinni eru að Breiðablik tekur á móti Þór/KA, Fylkir tekur á móti ÍBV og Selfoss tekur á móti KR. Leikirnir fara fram 19. ágúst.

Valur er með fullt hús stiga á toppi deildarinnar á meðan Stjarnan er í sjötta sæti með sex stig. Stjörnunnar bíður krefjandi verkefni á Origo vellinum. Valur hefur skorað 14 mörk og fengið á sig tvö. Stjarnan hefur skorað sex mörk og fengið á sig átta.

Í Hafnarfirði verður nýliðaslagur. Búast má við hörkuleik. FH er enn án stiga og Þróttur er með eitt stig. Fyrir mót var FH spáð ágætu gengi. Þrótturum var spáð falli hjá flestum spámönnum. FH nældi í sterka leikmenn fyrir mót. Þrjár konur sem hafa spilað með A-landsliðinu gengu til liðs við FH sem sýndi að þær ætla sér meira en bara að vera með.

„Spenningur að sækja fyrstu stigin“

Árni Freyr Guðnason þjálfari FH segir leikinn leggjast vel í hans lið. „Það er gott veðrur í Krikanum og spenningur að sækja fyrstu stigin.“ FH hefur ekki byrjað vel og er þetta ekki byrjunin sem Árni sá fyrir sér. „Við vissum að þetta yrði erfitt á móti Blikunum. Stjörnuleikurinn var mikil vonbrigði og Selfossleikurinn líka. Okkur fannst við geta gert meira úr honum. Það þýðir ekkert að horfa á stigatöfluna núna, það er bara að sækja fyrsta sigurinn.“

Árni hefur séð stíganda í leik sinna kvenna. „Við spiluðum mjög góðan varnarleik á móti Breiðablik. Á móti Stjörnunni vorum við góðar í fyrri hálfleik þangað til þær skoruðu fyrsta markið. Fyrri hálfleikur á móti Selfoss var vonbrigði en seinni hálfleikurinn var allt í lagi. Við hörfum fulla trú á þessum hóp og mætum til leiks af krafti í kvöld.“

„Við búumst við þeim eins og þær hafa spilað alla hina leikina. Þær eru „direct“ og kraftmiklar og eru með gott lið,“ segir Árni um mótherja kvöldsins Þróttara. „Þetta er alls ekki lið sem fer beint niður, þær hafa komið mörgum á óvart en ekki mér. Við vissum að þessir útlendingar sem þær fengu eru góðar. Þær unnu náttúrulega 1. deildina í fyrra og enduðu ofar en við. Ég held að margir hafi bara ákveðið að þær fari beint aftur niður vegna þess að þær eru ný komnar upp.“ Árni telur Þróttara enda frekar í efri hluta deildarinnar heldur en að þær falli.

„Eigum að vera með kvennalið í toppbaráttu“

„Við hittum þessar stúlkur og kynntum fyrir þeim hvað við værum að gera og hvernig við sæjum þetta fyrir okkur í framtíðinni,“ segir Árni um landsliðskonurnar sem sömdu við FH fyrir tímabilið. „Við höfum frábæra aðstöðu og að mínu mati erum við stærsti klúbbur á Íslandi. Við eigum að vera með kvennalið í toppbaráttu. Þessir leikmenn sem við fengum eru karakterar sem vilja lyfta liðinu á hærra plan og eru tilbúnar að taka þátt í þessu verkefni. Eftir að við útskýrðum þetta fyrir þeim þá var þetta held ég aldrei spurning. Þær eru hrikalega ánægðar hjá okkur og tilbúnar til að gera mikið til að við verðum topp lið. Vonandi kemur fyrsti sigurinn í kvöld sem ýtir undir það að við getum farið að nálgast þetta.“

Sömu lið mætast í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins á föstudaginn. Árni segir það ekki hafa áhrif á hvernig þær mæta til leiks í kvöld. „Við hugsum um leikinn í kvöld og svo förum við að hugsa um bikarleikinn í fyrramálið. Þetta eru tveir mismunandi leikir þó að við séum að spila við sama lið.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu óhugnanlegt atvik í stórleiknum í gær – Illa farinn eftir ljótt samstuð

Sjáðu óhugnanlegt atvik í stórleiknum í gær – Illa farinn eftir ljótt samstuð
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“