fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

Emmsjé Gauti hættur að drekka – Ég ákvað að kæla flöskuna

Erla Hlynsdóttir
Fimmtudaginn 2. júlí 2020 10:22

Emmsjé Gauti úr tónlistarmyndbandinu við Bleikt ský Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emmsjé Gauti, sem gefur út plötuna ,,Bleikt Ský” á morgun, er í viðtali hjá Sölva Tryggvasyni í nýjasta podcasti Sölva. Í viðtalinu ræða Sölvi og Gauti meðal annars um fíkniefni og áfengi. Sjálfur er Gauti hættur að drekka og segir að það hafi hjálpað honum mjög við að losna við kvíða að hætta að drekka áfengi, sem sé sterkara efni en flestir geri sér grein fyrir.

,,Ég ákvað að kæla flöskuna og ég hef ekki fengið kvíðakast síðan,“ segir Gauti í viðtalinu við Sölva.

Varðandi áfengið og ástæðu þess að það sé ekki sett undir sama hatt og fíkniefni segir hann:

,,Við erum meira og minna öll háð þessu efni á einhvern átt og viljum þess vegna ekki að þetta sé tekið af okkur.”

Gauti er með sterkar skoðanir á því að enn sé horft á fíkniefnaneytendur sem glæpamenn en ekki veikt fólk. Það sé löngu úrelt að eiga við hlutina með þessum hætti og ástæðan fyrir því að svo mikill greinarmunur sé gerður á áfengi og öðrum efnum sé fyrst og fremst vegna þess að áfengi sé samfélagslega viðurkennt og fólk sé háð því með einum eða öðrum hætti.

,,Ég sé ekki rökin í því að leyfa áfengi en vera síðan í harðri baráttu gegn kannabisefnum. I don´t get it,” segir Gauti meðal annars í viðtalinu. Hann bætir við að hann neyti í dag hvorki kannabisefna né áfengis.

Hann tekur það skýrt fram að hann sé alls ekki hrifinn af fíkniefnum, en er algjörlega sannfærður um að glæpavæðing efnanna sé löngu úrelt leið til þess að eiga við vandann.

Í viðtalinu ræða Sölvi og Gauti meðal annars um tónlistina, kvíðatímabilið sem Gauti gekk í gegnum, trúarbrögð, guð og skoðanakúgun. Útgáfutónleikar Gauta eru 18. júlí.

Viðtal Sölva við Gauta má sjá hér:

https://www.youtube.com/watch?v=R-SBg9ZmbdY&t=29s

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vilhjálmur fengið nóg og vill verðlækkanir – „Þegar krónan veikist hækka verðin strax“

Vilhjálmur fengið nóg og vill verðlækkanir – „Þegar krónan veikist hækka verðin strax“
Fréttir
Í gær

Flosi ómyrkur í máli um árin í ferðaþjónustunni – „Mér þótti yfirmenn mínir oft hegða sér undarlega“

Flosi ómyrkur í máli um árin í ferðaþjónustunni – „Mér þótti yfirmenn mínir oft hegða sér undarlega“
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið – Reynt að láta 19 ára pilt taka á sig alla sökina

Gufunesmálið – Reynt að láta 19 ára pilt taka á sig alla sökina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drengirnir með englaandlitin frömdu hræðilegt ódæði – Móðirin hylmdi yfir með þeim

Drengirnir með englaandlitin frömdu hræðilegt ódæði – Móðirin hylmdi yfir með þeim