fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Pressan

„Þetta verður mjög slæmt. Ég get ábyrgst það“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 2. júlí 2020 07:00

Anthony Fauci. Mynd:EPA-EFE/Al Drago / POOL

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anthony Fauci, fremsti smitsjúkdómasérfræðingur Bandaríkjanna, kom fyrir þingnefnd á þriðjudaginn þar sem hann var spurður út í heimsfaraldur kórónuveirunnar. Óhætt er að segja að hann hafi ekki flutt þingmönnum góðar fréttir.

Hann sagði að ekki væri víst að bóluefni gegn veirunni verði tilbúið á þessu ári. Hann varaði einnig ríki Bandaríkjanna við að slaka of mikið á þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til vegna faraldursins því smitum fari nú fjölgandi.

Í síðustu viku var dapurt met slegið í Bandaríkjunum þegar 40.000 smit greindust á einum degi. Fauci sagðist hafa miklar áhyggjur af þessum tölum.

„Við erum greinilega ekki með stjórn á þessu núna. Við erum á leið í ranga átt.“

Sagði hann og bætti við að hann yrði ekki hissa ef staðfest smit fari yfir 100.000 á dag.

„Þetta verður mjög slæmt. Ég get ábyrgst það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvær af heitustu MAGA-liðunum deila harkalega – „Þú segist vera kristin en eyðileggur hjónabandið þitt eins og hóra“

Tvær af heitustu MAGA-liðunum deila harkalega – „Þú segist vera kristin en eyðileggur hjónabandið þitt eins og hóra“
Pressan
Í gær

Eldheitur Repúblikani dæmdur í 80 ára fangelsi – Réði leigumorðingja til að skjóta á Demókrata

Eldheitur Repúblikani dæmdur í 80 ára fangelsi – Réði leigumorðingja til að skjóta á Demókrata
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ólétt kona myrt og höfuð maka hennar „skorið af og sett á staur“

Ólétt kona myrt og höfuð maka hennar „skorið af og sett á staur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leitaði ráða hjá ChatGPT og fékk sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Leitaði ráða hjá ChatGPT og fékk sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Suðurkóreski herinn stendur frammi fyrir nýjum vanda vegna lágrar fæðingartíðni

Suðurkóreski herinn stendur frammi fyrir nýjum vanda vegna lágrar fæðingartíðni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ungur áhrifavaldur strandaglópur á Suðurskautinu – Lenti flugvél sinni þar í heimildarleysi

Ungur áhrifavaldur strandaglópur á Suðurskautinu – Lenti flugvél sinni þar í heimildarleysi