fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Staksteinar skjóta fast á Pírata: „Væri ekki rétt að flokkur gagnsæisins upplýsti um það?“

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 13. desember 2017 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Staksteinahöfundur Morgunblaðsins skýtur föstum skotum að Pírötum vegna þeirrar hugmyndar sem upp er komin að taka upp embætti formanns.

Fréttablaðið greindi frá því í gær að þingmenn Pírata hefðu það til skoðunar að breyta skipulagi sínu í þá veru að einhver tæki við formannsstöðu í flokknum.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagði að þetta yrði rætt við grasrót flokksins og ákvörðun um þetta hefði ekki verið nekin.

Staksteinahöfundur Morgunblaðsins hnýtir í Pírata og segir að innan þingflokksins hafi lengi kraumað ósætti „sem oftast tekst þó að halda undir yfirborði gagnsæisins sem flokkurinn boðar. Og þegar upp úr sýður segja flokksmenn yfirleitt að allt sé í himnalagi þrátt fyrir ágreining og afsagnir“.

Höfundur rifjar upp að Ásta Guðrún Helgadóttir hafi sagt af sér þingflokksformennsku í vor vegna ágreinings um stjórnarhætti og þá hafi Björn Leví Gunnarsson sagt sig úr stjórn þingflokksins. Loks hafi vinnustaðasálfræðingur verið fenginn til að bera klæði á vopnin.

„Nú hefur þingflokksformaðurinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir upplýst að verið sé að ræða um að taka upp embætti formanns, en hingað til hafa Píratar látið sér nægja ígildi formanns, enda hafa þeir viljað „flatan strúktúr“ en ekki valdapíramída og hafa hafnað formannsembættinu. En nú eru þeir búnir að finna það út að besta leiðin til að auka valddreifingu sé að taka upp embætti formanns, og þá sennilega leggja niður embætti ígildis formanns. Þetta er auðvitað ígildi útskýringar, en hver ætli raunverulega ástæðan sé fyrir öllum þessum innanflokksátökum? Væri ekki rétt að flokkur gagnsæisins upplýsti um það?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hefur áhyggjur af orðspori landsins og vill að ríkið grípi inn í: „Skólabókardæmi um misbeitingu á verkfallsréttinum“

Hefur áhyggjur af orðspori landsins og vill að ríkið grípi inn í: „Skólabókardæmi um misbeitingu á verkfallsréttinum“
Fréttir
Í gær

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“
Fréttir
Í gær

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“
Fréttir
Í gær

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“