fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Sjáðu dóminn ótrúlega á Akranesi í gær: „Hvernig er ekki hægt að sturlast?“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 29. júní 2020 09:55

Jóhannes Karl Guðjónsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KR gerði góða ferð á Akranes í gær er liðið spilaði við ÍA í þriðju umferð úrvalsdeildar karla. Fyrri hálfleikur kvöldsins var engin frábær skemmtun en engin mörk voru á boðstólnum.

Ballið byrjaði á 48. mínútu er Steinar Þorsteinsson skoraði fyrir ÍA með góðu skoti sem Beitir réð ekki við í markinu. Aron Bjarki Jósepsson var næstur á blað en hann jafnaði metin fyrir KR stuttu seinna eftir hornspyrnu.

Kristján Flóki Finnbogason tryggði KR svo stigin þrjú eftir fallegt spil. Seinna fékk KR vítaspyrnu en Pálmi Rafn Pálmason klikkaði á punktinum. Lokatölur, 1-2.

Vítaspyrnudómurinn var hreint ótrúlegur, Óskar Örn Hauksson var með boltann inn í teig og ekkert var í gangi. Einar Ingi Jóhannsson dómari var sá eini sem sá eitthvað athugavert við þetta.

„Hvernig er ekki hægt að sturlast þegar maður fær á sig svona víti,“ skrifaði atvinnumaðurinn Aron Elís Þrándarson um atvikið.

Atvikið má sjá frá Stöð2Sport hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þorsteinn segir stress hafa lamað íslenska liðið – „Ég hef svosem ekki fylgst með umræðunni“

Þorsteinn segir stress hafa lamað íslenska liðið – „Ég hef svosem ekki fylgst með umræðunni“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Birta fyrstu myndina af bílnum eftir slysið – Talið að dekkið hafi sprungið á bíl Diogo Jota við framúrakstur

Birta fyrstu myndina af bílnum eftir slysið – Talið að dekkið hafi sprungið á bíl Diogo Jota við framúrakstur