fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
433Sport

Klara um þá sem neituðu að mæta til vinnu í gær: „Við þvingum engan til að mæta til leiks“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 29. júní 2020 09:01

Klara og fyrrum formaður KSÍ, Geir Þorsteinsson. © 365 ehf / Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrjú staðfest smit eru í efstu deildum í knattspyrnu, tvö hjá liðum í efstu deild kvenna og eitt í efstu deild karla. Fjögur lið eru í sóttkví vegna þess.

Smitum er að fjölga en þau tilfelli sem eru staðfest á Íslandi síðustu daga eru flest tengd fótboltaheiminum. „Þetta er ekki bara að koma upp í knattspyrnunni, smitum í Evrópu er að fjölga aftur. Það var varað við því að við þessu mætti búast, þetta ætti ekki að koma neitt mikið á óvart,“ sagði Klara Bjartmarz framkvæmdarstjóri KSÍ á RÁS2 í morgun.

Ljóst er að mótin riðlast eftir þessi tíðindi um smitin. „Mótanefnd kemur saman á eftir, við förum yfir þetta núna og förum að endurraða á næstunni. Við höfum svigrúm í efstu deild kvenna.“

Í gær kom upp atvik þar sem Sigurður Marinó Kristjánsson og Jónas Björgvin Sigurbergsson leikmenn Þórs neituðu að spila með liðinu í Lengjudeildinni vegna ótta við smit. Ástæðan var sú að andstæðingar þeir Leikni F hafði mætt Stjörnunni í síðustu viku. Í Stjörnunni er staðfest smit en leikmaður Stjörnunnar var ekki með í leiknum gegn Leikni, hættan á smiti var því lítil.

„Við þvingum engan til að spila fótbolta, það eru margir í vinnu hjá sínu félagi. Mál sem þurfa að skoða innan félaganna. Við þvingum engan til að mæta til leiks,“ sagði Klara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Viðar ekki í hóp á Akureyri – Magnús fullyrðir að þetta sé ástæðan

Viðar ekki í hóp á Akureyri – Magnús fullyrðir að þetta sé ástæðan
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

England: Chelsea lék á alls oddi gegn West Ham – Pedro hetja Brighton

England: Chelsea lék á alls oddi gegn West Ham – Pedro hetja Brighton
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Albert er veikur og getur ekki tekið þátt

Albert er veikur og getur ekki tekið þátt
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Birti svakalega mynd og sannar það að hann er í sturluðu formi – Sjáðu hvað hann birti

Birti svakalega mynd og sannar það að hann er í sturluðu formi – Sjáðu hvað hann birti
433Sport
Í gær

Gagnrýnir vinnubrögð Liverpool: Bjóst við að fá miklu meiri stuðning – ,,Var gríðarlega erfitt“

Gagnrýnir vinnubrögð Liverpool: Bjóst við að fá miklu meiri stuðning – ,,Var gríðarlega erfitt“
433Sport
Í gær

Hrafnkell: „Ég er ekki sammála þessu“

Hrafnkell: „Ég er ekki sammála þessu“