fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
433Sport

Skoða að fara í skaðabótamál vegna ástandsins í Egilshöll sem er sagt viðbjóður

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 25. júní 2020 08:46

Frettablaðið / Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KR skoðar það að fara í skaðabótamál við fasteignafélagið Regins vegna þess að félagið hafi vanrækt skyldu sína við umhirðu á gervigrasinu í Egilshöll. Þetta kemur fram í ítarlegri grein Fréttablaðsins.

Gunnar Þór Gunnarsson varnarmaður liðsins sleit líklega krossband í Egilshöll í upphafi vikunnar en Emil Ásmundsson leikmaður KR sleit krossbandið á þessum sama velli í upphafi árs.

Um langt skeið hefur verið kvartað undan því hvernig grasið í Egilshöll er, það er mikið notað og þegar leikir fara fram er það sjaldan vökvað.

„Við erum að skoða það hvort það sé grundvöllur fyrir bótarétti, og þá að sækja bætur í hendur Regins. Við teljum að við, og okkar leikmenn, höfum orðið fyrir fjárhagslegu tjóni vegna vanrækslu fasteignafélagsins,“ segir Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, í samtali við Fréttablaðið.

© 365 ehf / Sigtryggur Ari Jóhannsson

„Að okkar mati hefur Reginn vanrækt þá skyldu sína að sjá til þess að viðhald sé með þeim hætti að gervigrasið í Egilshöll uppfylli þau skilyrði að völlurinn sé hættulaus leikmönnum. Af þeim sökum hafi mögulega myndast réttur til skaðabóta. Málið er í vinnslu innan okkar raða,“ segir Páll.

Grein Fréttablaðsins er ítarleg en þar er meðal annars rætt við leikmenn úr deildinni um ástand vallarins. „Ein úr efstu deild kvenna sagði það viðbjóð að spila þarna,“ segir í grein Fréttablaðsins sem má lesa í heild hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Yfir þúsund leikmenn í Tyrklandi settir í bann fyrir veðmálabrot – 27 leikmenn í efstu deild

Yfir þúsund leikmenn í Tyrklandi settir í bann fyrir veðmálabrot – 27 leikmenn í efstu deild
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gunnar kallar eftir breytingum í samstarfi skóla og íþrótta á Íslandi – „Ég er að tala um ef Kalli brókar þrjá inni á baði, auðvitað á það ekki að fá viðgangast“

Gunnar kallar eftir breytingum í samstarfi skóla og íþrótta á Íslandi – „Ég er að tala um ef Kalli brókar þrjá inni á baði, auðvitað á það ekki að fá viðgangast“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fljótasti maður sögunnar grátbiður Ferdinand að tala við leikmenn United um þetta

Fljótasti maður sögunnar grátbiður Ferdinand að tala við leikmenn United um þetta
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Framherjinn eftirsótti hafnaði gylliboði frá Rússlandi

Framherjinn eftirsótti hafnaði gylliboði frá Rússlandi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ósætti á bak við tjöldin – Gæti fengið sparkið fljótlega

Ósætti á bak við tjöldin – Gæti fengið sparkið fljótlega
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Valtý heitt í hamsi og spyr hvort Íslendingar telji sig öðrum fremri – „Maður er búinn að heyra þessa skýringu allt of oft“

Valtý heitt í hamsi og spyr hvort Íslendingar telji sig öðrum fremri – „Maður er búinn að heyra þessa skýringu allt of oft“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Real Madrid setur sig í stellingar þar sem illa gengur að semja við Vinicius

Real Madrid setur sig í stellingar þar sem illa gengur að semja við Vinicius
433Sport
Í gær

Rooney á því að þetta séu kaup tímabilsins – „Eftir allt sem hann gekk í gegnum“

Rooney á því að þetta séu kaup tímabilsins – „Eftir allt sem hann gekk í gegnum“
433Sport
Í gær

Ummæli hans um eiginkonu vinar síns rötuðu upp á yfirborðið – „Ég vissi af þessu“

Ummæli hans um eiginkonu vinar síns rötuðu upp á yfirborðið – „Ég vissi af þessu“