fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Fólk greinist aftur með kórónuveiruna og vísindamenn vita ekki af hverju

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 25. júní 2020 06:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn vita ekki með vissu hvernig stendur á því að fólk sem hefur smitast af kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, og hefur náð sér greinist aftur með smit mörgum vikum síðar. Ekki er heldur vitað hvort fólkið getur smitað aðra.

Í nýrri rannsókn danskra vísindamanna voru sýni tekin úr 200 manns, sem höfðu smitast af veirunni og náð sér, til að kanna hvort hún greindist í þeim á nýjan leik. Smit greindist í um 20% þátttakendanna. TV2 skýrir frá þessu.

Haft er eftir Martin Tolstrup, lækni og lektor í smitsjúkdómafræðum við Árósaháskóla, að niðurstaðan hafi komið honum á óvart. Hann vann að rannsókninni. Hann sagði að sýnin hafi verið tekin þegar að minnsta kosti fjórar vikur voru liðnar frá því að fólkið var úrskurðað fullfrískt. Af þeim sökum hafi þess ekki verið vænst að veiran væri enn í svo mörgum. Sýni voru tekin úr hálsi fólksins en rannsóknin beindist aðallega að þróun mótefna í líkama sjúklinga eftir smit. Einnig voru tekin blóðsýni úr fólkinu. Hjá sumum fannst „töluvert magn af veirunni“.

Sömu niðurstöður hafa einnig komið fram við rannsóknir í Suður-Kóreu og Færeyjum. Tolstrup sagði að ekki væri ástæða til að ætla að fólkið smitaði enn frá sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Í gær

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“