fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

Fólk greinist aftur með kórónuveiruna og vísindamenn vita ekki af hverju

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 25. júní 2020 06:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn vita ekki með vissu hvernig stendur á því að fólk sem hefur smitast af kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, og hefur náð sér greinist aftur með smit mörgum vikum síðar. Ekki er heldur vitað hvort fólkið getur smitað aðra.

Í nýrri rannsókn danskra vísindamanna voru sýni tekin úr 200 manns, sem höfðu smitast af veirunni og náð sér, til að kanna hvort hún greindist í þeim á nýjan leik. Smit greindist í um 20% þátttakendanna. TV2 skýrir frá þessu.

Haft er eftir Martin Tolstrup, lækni og lektor í smitsjúkdómafræðum við Árósaháskóla, að niðurstaðan hafi komið honum á óvart. Hann vann að rannsókninni. Hann sagði að sýnin hafi verið tekin þegar að minnsta kosti fjórar vikur voru liðnar frá því að fólkið var úrskurðað fullfrískt. Af þeim sökum hafi þess ekki verið vænst að veiran væri enn í svo mörgum. Sýni voru tekin úr hálsi fólksins en rannsóknin beindist aðallega að þróun mótefna í líkama sjúklinga eftir smit. Einnig voru tekin blóðsýni úr fólkinu. Hjá sumum fannst „töluvert magn af veirunni“.

Sömu niðurstöður hafa einnig komið fram við rannsóknir í Suður-Kóreu og Færeyjum. Tolstrup sagði að ekki væri ástæða til að ætla að fólkið smitaði enn frá sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju